Vanbúinn til vetraraksturs?

Hvað er bíll sem er vel búinn til vetraraksturs, vanbúinn til vetraraksturs eða betur búinn bíll?

Eins og flestir lesendur kannast við hafa bílar fastir í snjó teppt umferð nýlega sem og oft áður þegar kyngir niður snjó eða hann dregur í skafla.

Við lesum oft í fréttum að „vanbúnir“ bílar séu fastir um allan bæ og teppi umferð. Einnig er oft tilgreint að heiðin sé „aðeins fær betur búnum bílum“.

Það er ekki alltaf ljóst hvað átt er við með þessu orðalagi. Það er þó klárt að bíll sem er á Yul Brynner eða Telly Savalas (báðir sköllóttir) dekkjum er vanbúinn bíll til vetraraksturs og upphækkaður fjórhjóladrifinn jeppi sérútbúinn fyrir fjallaferðir er betur búinn bíll.

image

En er framhjóladrifinn fólksbíll á negldum vetrardekkjum vel búinn til vetraraksturs? Þar vandast málið en sennilega telja flestir að svo sé.

Það virðist fara eftir aðstæðum hverju sinni hvað getur talist vel búinn bíll en það má benda á að fjórhjóladrifinn upphækkaður jeppi getur líka orðið fastur í snjó.

Það er bara auðveldara fyrir ökumanninn að ná að losa jeppann án aðstoðar með smá tilfæringum ef hann kann vel á tækið.

Enda eru „vel búinn, vanbúinn og betur búinn“ ekki neinar fastar og skýrar skilgreiningar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is