Við fjölluðum á dögunum um frumsýningu á nýja Fiat 500e og þær minningar sem bíllinn vakti hjá blaðamanni. Það er vel við hæfi að rifja upp aðeins fleira um Fiat 500 frá árinu 1969.

Þá var Fiat 500 raunverulegur „fólksvagn“

Hvar sem hann fer, allt frá þröngum götum ítalskra bæja til breiðstræta Michiganborgar í Bandaríkjunum, kallar bíllinn smái,  Fiat 500L árgerð 1969, fram bros hjá fólki. Það gerir hann, hvar sem hann fer.

Það var þannig að maður nokkur, Wayne Hayward að nafni, dáði litla bílinn sinn svo mjög svo mikið að hann gat ekki skilið hann eftir þegar hann fór frá Ítalíu. Hann varð bara að taka bílinn með sér heim - þvert yfir Atlantshafið. Bíllinn var Fiat 500L og árgerðin 1969.

Hayward ók þessari agnarsmáu fólksbifreið einhver lifandis óköp meðan hann bjó og starfaði á Ítalíu. Honum fannst bara fínt að  50 ára gamlan smábíl sem daglegan farkost - jafnvel í fjalllendinu og snjónum á Norður-Ítalíu. Hann skemmti sér konunglega undir stýri, alveg  í „kremju“. Já, svo vel að hann flutti Fiatinn með sér heim til Plainwell í Michigan, ásamt öðrum eigum hans.

image

„Ég hef átt bílinn síðan 2007. Ég keypti hann á Ítalíu … og keyrði hann fram og til baka á hverjum degi í um tvö og hálft ár. Ég lét mála hann upp á nýtt á Ítalíu og lét bólstra sætin.  Öll vinna í þessum bíl hefur verið unnin af Ítölum.“

Hayward er ekki viss um hvað varð til þess að hann langaði í þennan örsmáa fornbíl til að komast á milli staða í framandi landi. Hann segir að hann hafi hreinlega sogast að þessum bílum þegar hann dvaldi í Evrópu. Eftir að hafa keypt aðra tegund af bíl handa konu sinni, þróaðist samtal hans og bílasalans út í spjall um gamla Fiat-bíla.

image

„Bílasalinn fékk svona bíla reglulega og gerði þá upp. Ég sagði honum að ég vildi fá einn sem ekki væri búið að gera upp. Ég vildi gera hann upp sjálfur,“ rifjar Hayward upp. „Bílasalinn svipaðist um eftir bíl fyrir mig og fann raunar tvo. Mér leist ekki á fyrri bílinn en þessi var skárri, bara með nokkra örlitla og grunna ryðbletti þannig að ég keypti hann. Það var svona bráðabirgða lakk á bílnum þegar ég fékk hann. En undir því var allt í góðu lagi, alla vega ekki ryð.“

image

Fyrir utan græjurnar og loftnetið þá er allt annað eins og það var þegar bíllinn kom úr verksmiðjunni. Liturinn er sá sami og í upphafi og drifrásin er sú sama. Hann lét skipta um eitt bretti en annars er málmplatan öll upprunaleg.

Eftir á að hyggja er Hayward ánægður með að hafa gripið tækifærið og keypt '69-bílinn á sínum tíma. Hann er sannfærður um að mun erfiðara hefði verið að eignast slíkan bíl í Bandaríkjunum og hann heldur að það verði bara flóknara með hverju árinu sem líður.

„Það kemur á óvart að það verður erfiðara og erfiðara að ná í þá og það er aðallega vegna þess að Ítalir hafa gripið til aðgerða til að varðveita gamla ítalska bíla og ríghalda í þá. En þessir bílar eru víða í ítölskum sveitum og hafi maður einhver sambönd á Ítalíu þá er lítið mál að fá varahluti senda þaðan.“

Hann veit fátt um sögu bílsins sem hann eignaðist. Eftir því sem hann kemst næst er hann þriðji eigandi bílsins

image

Þetta er vélin, 499cc og skilar 18 hestöflum.

Lítill bíll sem hafði mikil áhrif

Fiat 500 hafði fyrir löngu fest sig í sessi sem einn farsælasti, huggulegasti og endingarbesti smábílinn - kallaður örbíll - þegar 1969 árgerðin fór í framleiðslu. 500 kom á markað árið 1957 og kallaðist Nuovo („Nýr“) 500 sumarið 1957 og þurfti að fylla stórt skarð sem arftaki Topolino. Þar að auki fékk Nuovo 500 það hlutverk að keppa við VW Beetle, sem var á góðri leið með að verða vinsælasti bíll heims.

Ökumenn þurftu að læra að tvíkúpla en ósamstilltur gírkassinn var tengdur við 13 hestafla tveggja strokka, 479cc vél. Hámarkshraði var um 80 km/klst.

image

„Skottið“ var að framan; ekki það stærsta en dugði bara vel.

Fyrstu 500-bílarnir rúmuðu aðeins tvo og voru með blæjuþaki úr dúk með plastglugga að aftan. Árið 1960 kom 500D gerðin, sem var með pínulítið aftursæti ásamt aðeins stærri 499cc vél sem skilaði 18 hestöflum. Aðeins var hægt að rúlla dúkþakinu aftur að afturrúðunni sem var nú orðin hluti af bílnum.

Einnig var bætt við stationgerð af bílnum módel '60, kölluð Giardiniera. Eftir því sem 500-bílarnir þróuðust á sjöunda áratugnum fengu þeir m.a. fallegri innréttingar, framhengdar hurðir og stærri framrúður.

„L“ gerðin var frumsýnd haustið 1968. „L“ stóð fyrir „Lusso“ eða lúxus, sem gerði hana að toppútgáfu 500-bílsins. Innréttingin var nokkuð fín með svörtu stýri, plíseruðum sætum og rörlaga stuðarar voru að framan og aftan. Hvað varðar vélina var aflið í 500L í raun minnkað úr 21 í 18 hestöfl til að bæta eldsneytisnýtingu.

image

Hayward heldur því fram að bíllinn geti tekið að minnsta kosti sex manns í sæti. Hann hefur gert það!

Sló í gegn í Evrópu

Fiat 500 sló í gegn í Evrópu, þar sem um 3,5 milljónir seldust á bílnum á árunum 1957-'75. Hins vegar var 500 módelið ekki fáanlegt í Bandaríkjunum eftir 1961. Eins og raunin var um marga aðra örbíla sem komu og fóru á 5. og 6. áratugnum, voru bandarískir kaupendur bara aldrei hrifnir af bíl sem vó aðeins um 1.000 pund. og gæti passað í bílastæði sem er aðeins 10 fet á lengd.

image

„Allir bílarnir voru með sóllúgu og ástæðan fyrir því að þeir eru með þetta rúlluþak er að efnið var ódýrara en málmur, svo allir komu þeir þannig og smíðin var ódýrari. Það er lítil tveggja strokka 499cc vél í honum sem er 18 hestöfl; ósamstillt fjögurra gíra skipting; þú verður virkilega að kunna að tvíkúpla kúplingunni! Þú verður að vita hvernig á að gera það og vita hvernig á að ýta á inngjöfina til að drepa ekki á bílnum," sagði Fiateigandinn Wayne Hayward um þennan sérstaka og skemmtilega bíl, Fiat 500 L frá árinu 1969.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is