MG afhjúpar tengiltvinnbílinn HS

    • Önnur bílgerðin frá hinu endurborna merki MG í Evrópu
    • Auk hins 100% rafknúna MG ZS EV, kynnir MG á næstunni hagnýtan og sparneytinn tengiltvinnbíl sem uppfyllir bæði þarfir umhverfismeðvitaða ökumannsins og meðvitaða atvinnubílstjórans
    • Kemur á markað á fyrsta ársfjórðungi 2021

Bílaframleiðandinn MG afhjúpaði í Lundúnum í gær, þriðjudaginn 22. september, fyrstu ljósmyndirnar af annarri bílgerð sinni sem framleiðandinn hyggst kynna í Evrópu. Um er að ræða tengiltvinnbíl sem verður viðbót við hinn 100% rafknúna ZS EV sem kom á markað á síðasta ári í völdum löndum Evrópu. Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021.

Rafknúinn akstur án áhyggja af drægninni

MG HS er búinn rafknúinni aflrás og öflugri bensínvél sem vinnur snurðulaust með rafmótornum og rafhlöðu hans til að tryggja hnökralaus afköst, afl og drægni.

image

„Reynsla ökumanna er í fyrirrúmi hjá MG,“ segir Matt Lei, forstjóri MG Motor Europe. „MG hjálpar bíleigendum að skipta yfir í „hinn rafmagnða heim“ með vel hannaðri og umhverfismeðvitaðri akstursupplifun sem er í senn hagnýt, örugg og hagkvæm.

MG HS tengiltvinnbíllinn uppfyllir í senn þarfir umhverfismeðvitaða ökumannsins og meðvitaða atvinnubílstjórans. Í dag vilja ökumenn geta ekið á varanlegu rafmagni án þess að þurfa að hafa miklar áhyggjur af drægni bílsins. Þeim sem eru ekki enn tilbúnir fyrir 100% rafknúinn bíl bjóðum við tengiltvinnbílinn MG HS sem viðbót við rafknúna sportjepplinginn MG ZS EV.“

Aðgengilegur öllum

MG HS er rúmgóður sportjepplingur (segment C) með tengiltvinnaflrás rafmótors og bensínvélar, sem sérstaklega var hannaður til að veita ökumönnum áhyggjulausan og umhverfisvitaðan akstur sem sé öllum aðgengilegur. MG mun í desember nk. veita frekari upplýsingar um þennan nýja tengiltvinnknúa sportjeppling samhliða áætlunum um tímsetningu markaðskynningar hans í Evrópu, sem verður mismunandi eftir löndum.

image

„Síðan við kynntum MG ZS EV í júlí hefur salan gengið vonum framar. Það er því óhætt að segja að MG hafi fengið frábærar viðtökur hjá Íslendingum. Því er mjög spennandi að breikka vöruúrvalið. BL mun hefja sölu á nýjum MG HS í byrjun næsta árs”, segir Sigurjón Andrésson framkvæmdastjóri markaðssviðs BL.

Um MG – löng saga

MG var á undan sinni samtíð þegar hann leit fyrst dagsins ljós í Morris Garages árið 1924. Þetta fornfræga vörumerki hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga fyrir nýja kynslóð.

Uppfært, rafmagnað og endurhannað er það mætt á götuna aftur. MG gerir rafknúinn akstur aðgengilegan öllum. Á grunni mikillar velgengni hins 100% rafmagnaða ZS EV og boðun fleiri sjálfbærra bifreiða á markaði á næstu árum sýnir MG fulla skuldbindingu sína við hinn rafknúna samgöngumáta.

MG er hannaður með Evrópubúa í huga og býður þeim sjálfbæra, flotta og hagnýta bíla á viðráðanlegu verði. MG er þróaður í hönnunardeild MG í Shanghai í samstarfi við háþróaða hönnunarstofu í London, framleiddur í Kína og nú þegar fáanlegur í ýmsum löndum Evrópu.

SAIC Motor

Móðurfélag MG er SAIC Motor (Shanghai Automobile Industry Corporation) sem er sjöundi stærsti bílaframleiðandi heims og sá fyrsti í Kína með árlega sölu yfir sjö milljónum eintaka. Meðal dótturfyrirtækja SAIC Motor eru Morris Garages (MG), Roewe og Maxus, en einnig SAIC Volkswagen, SAIC-GM og fleiri.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is