„Street food“ er ekki bara tekinn upp á næsta plan heldur upp á næsta pall hjá honum Eleodoro Lopez. Hann flandrar um Los Angeles í Kaliforníu á pallbílnum sínum og malar gull. Og bakar pizzur.

Eleodoro Lopez er sko ekki í lopapeysu, það þarf ekki í Kaliforníu þó að maður vinni úti. Þó það sé heitt í Kalforníu alla jafna þá er alltaf heitt hjá þessum bjartsýna manni, Lopez, því hann er með pizzaofn á pallinum á sínum gamla góða Toyota Tacoma.

Hann stoppar á einhverju bílastæðinu sem honum líst vel á, kveikir á ofninum og pizzastaðurinn er til í tuskið.

image

Í upphafi var það eigandi áfengisverslunar sem bauð hann velkominn á bílastæðið hjá sér og var það auðvitað báðum í hag.

Iðulega myndast langar raðir eftir pizzum; ekki af því að Lopez er svo lengi að baka og heldur ekki bara af því að bíllinn hans er svo fínn, heldur mun ástæðan vera sú að pizzurnar eru góðar.

image

Úr uppvaski yfir landamæri og upp vinsældarlistann

Lopez er fæddur og uppalinn í Gvatemala. Hann byrjaði matreiðsluferilinn í Mexíkó en fór þaðan til Kaliforníu þar sem ku vera nokkuð betra að búa, að sögn margra. Fjölskylduvænna jafnvel. Þangað fluttist hann ásamt konu og börnum.

image

Lukkuhjólið fór virkilega að snúast í takt við hjól pallbílsins þegar hann byrjaði með Elio's Wood Fire Pizza . Eldbakaðar pizzur virtiust smakkast enn betur þegar baksturinn fór fram á palli pallbíls.

Hér fyrir neðan er myndbrot úr vinnunni hans Lopez. Ég vara svanga lesendur við myndbandinu. Maturinn er afar girnilegur og of langt í burtu:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is