Fiat verður eins bíls vörumerki í Ameríku

Alrafmagnaður Fiat 500e verður frumsýndur í Bandaríkjunum á bílasýningunni í Los Angeles á dögunum og CarBuzz var á staðnum til að ræða við Oliver Francois, framkvæmdastjóra vörumerkisins, um litla rafbílinn.

Svarið var einflat - „Nei“. Jafnvel þó Fiat sé stærsta alþjóðlega vörumerki móðurfyrirtækisins Stellantis, á eftir Peugeot, er raunveruleikinn sá að viðvera Fiat í Bandaríkjunum er mjög lítil.

„Þurfum við Ameríku? Nei. Þarf Ameríka okkur? Svo sannarlega ekki“, sagði Francois.

image

Litli rafbíllinn - Fiat 500e verður eini fulltrúi Fiat á Bandaríkjamarkaði

„En við erum með aðdáendahóp. Við reyndum að kynna aðrar gerðir [eins og 500X crossover og 500L hlaðbak], en 500 er Fiat.

Vídeó frá frumsýningunni í Los Angeles

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is