• Verstappen fær enga refsingu

    • F1: Beiðni Mercedes hafnað

FIA, Alþjóðaakstursíþróttasambandið tilkynnti fyrir stuttu að beiðni Mercedes-liðsins í Formúlu 1 um rannsókn á atviki sl. helgi hafi verið hafnað.

image

Umrætt atvik í Sao Paulo sl. sunnudag. Mynd/Mercedes

Þótti Mercedes ástæða til að óska eftir rannsókn á því hvort Verstappen hefði vísvitandi reynt að hindra Hamilton þegar hann ætlaði að komast fram úr honum í 4. beygju 48. hrings.

Hvaða þýðingu hefur þetta?

Að því er fram kemur á opinberri síðu Formúlu 1 breytir þetta engu hvað stöðu Verstappens snertir. Engin refsing og staðan óbreytt frá keppninni í Brasilíu sl. sunnudag.

Eins og fyrri daginn, varð mikið írafár á Twitter um leið og þetta varð ljóst og eru samsæriskenningarnar ófáar. Þeir eru nefnilega víða, sófadómararnir.

image

Mynd/Twitter

Nú gæti orðið áhugavert hvort Charles Leclerc (Ferrari) standi við stóru orðin en hann hefur lýst því yfir að ef  Verstappen yrði ekki refsað myndi hann „breyta ökulagi“ sínu í keppninni á sunnudag. Lesa má nánar um þá yfirlýsingu hér.

image

Hamilton á æfingu í Katar í morgun. Mynd/Mercedes

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is