„Hvað ef…“ já, hvað ef einhver væri til í að láta hugmyndir konseptlistamanns um útlit ofurbíls verða að veruleika? Skyggnumst örsnöggt inn í hugarheim eins slíks listamanns.

En hvorugt er þó til í raunveruleikanum; hvorki þessi tiltekni ofurbíll né uppskriftin að því sem listamaðurinn sá í eigin hugskoti.

image

Tesla Roadster. Mynd/Tesla

Það má samt búa til tölvumynd af hugmyndinni og það gerði einmitt breski konseptlistamaðurinn og hönnuðurinn Khyzyl Saleem. Segir hann að innblástur hafi hann sótt til hönnunar úr búðum Mission R, Czinger, Rimac, Polestar og Evija.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is