Fimmtíu og sjö ára ástarsamband

Nell Richmond elskaði Thunderbirdinn sem hún festi kaup á árið 1961. Hún keypti bílinn splunkunýjan beint af flutningabílnum frá verksmiðju Ford í Oakland.

Þessi roskna kona og bílaáhugamaður átti kaggann eins lengi og henni var unnt – það voru hvorki meira né minna en 57 ár.

image

Seldi þegar hún var 92 ára

Hún seldi loks bílinn fyrir tveimur árum, 92 ára gömul, og hún sá til þess að hann færi til manns sem elskaði bílinn jafn mikið og hún gerði. Þannig var að hún hafði þekkt mann að nafni Garry Grainger, til margra ára.

Hann hafði alltaf langað í þennan vagn. Garry þessi varð þannig annar eigandi 1962 árgerðarinnar af Ford Thunderbird sem Nell Richmond hafði keypt nýjan úr kassanum.

Hann keypti á hann „Nell 62“ númeraplötur til að halda í heiðri löngu og farsælu eignarhaldi gömlu konunnar en hún lést fyrr á þessu ári. Sameiginlegt áhugamál þeirra var þessi sérstaklega glæsilegi Deep Sea Green T-Bird blæjubíll.

image

Með augastað á honum frá 1984

„Ég var ekki að leita mér að bíl (árið 2019),“ segir Grainger. „Á þeim tíma var ég formaður Thunderbird fornbílaklúbbsins í Norður-Kaliforníu.

Ég sá þennan bíl fyrst á vesturströndinni, á Thunderbird hittingi í Carson City í Nevada í júní árið 1994.

Ég varð strax ástfanginn af bílnum. Þá var hann eins og hann lítur út núna og mér fannst þetta flottasta eintak sem ég hafði séð af ´62 árgerðinni. Svo var ég að spjalla við Nell og manninn hennar og missti út úr mér að ef þau vildu einhverntíma selja bílinn mættu þau hafa samband við mig.“

image

„Í júní árið 2019 fékk ég símtal: „Það er kominn tími til að selja bílana. Nú get ég þetta ekki lengur. Hefðir þú áhuga á ´62 eða ´56 bílnum?“– þau áttu nefnilega ´56 T-Bird líka.

Ég sagðist náttlúrulega hafa áhuga á ´62 bílnum. Ég keypti hann á mjög sanngjörnu verði sem við gátum bæði sætt okkur við. Þannig fékk ég loksins draumabílinn minn.“

Grainger kemst við þegar hann ræðir um þessi viðskipti. Ég fékk ekki mikið af gögnum með bílnum og ekki heldur upprunalegar númeraplötur þegar ég keypti bílinn. Ég þekki þennan bíl svo vel að ég þarf ekki nein gögn með honum, og ætla að eiga hann meðan ég tóri. Búinn að þekkja sögu og eigendur bílsins í áratugi.“

image

Keyptur beint af bílaflutningabílnum

Bíllinn var keyptur nýr í Oakland árið 1961, mjög skömmu eftir að hann var smíðaður. Bíllinn kom út úr verksmiðjunni 20. september 1961. Sagan sem ég heyrði var að hún [Nell Richmond] hefði keypt bílinn beint af flutningabílnum hjá Ford umboðinu í Oakland. Þau skiptu Ford ´59 módeli upp í T-Birdinn en sá hafði verið með einhver ónot við þau.

Þetta var blæjubíll, Skyliner minnir mig að þau hafi sagt. Alltaf eitthvað bilaður. Þannig varð þessi T-Bird Nelliar hennar eini og sanni í áratugi.

Hún notaði bílinn daglega langt fram eftir áttunda áratugnum. Á þeim tíma giftist Nell aftur og þá létu þau taka bílinn í gegn. Hann var sprautaður, mælaborðið var lagað og litir þess frískaðir upp, ný teppi og framsætin bólstruð.

image

Grainger hefur lengi verið mikill T-Bird aðdáandi. Hann fílar allar þessar gömlu gerðir. Upprunalegu tveggja sæta sem voru kallaðir Baby Birds frá 1955-´58, Square Birds frá ´58 til ´62 og nokkurn veginn allar gerðir sem komu þar á eftir.

En ég var alltaf með á hreinu að það var eitthvað alveg sérstakt við þennan „Bullet Bird“ árgerð ´62 og ég bara gat ekki gleymt honum.

image

Sannur T-Bird áhugamaður

„Ég bara var svo hrifinn af bílnum og ég held að það sé aðallega liturinn sem heillaði mig,“ segir hann. „Djúpsjávarblár….liturinn var það sem gerði að verkum að ég varð hreinlega að eignast þennan grip. Liturinn á innréttingunni er Metallic Turquoise.

image

„Ef þesssi kaggi var nógu góður fyrir Perry Mason og Paul Drake rannsóknarlögreglumann, þá er hann pottþétt nógu góður fyrir mig.“

Perry Mason átti ´62 árgerðina. Bílarnir voru báðir notaðir í sjónvarpsþáttum sem tengdust þessum köllum.

image

Mílumælirinn sýnir rúmlega 64 þús.mílur (102 þús.km) og efast Grainger um að vélin hafi nokkurn tímann verið tekin upp í bílnum. Sú er upprunalega 390 cid/340 hestöfl með sjálfskiptingu.

image
image

Gerry Grainger við draumabílinn sinn, T-Bird árgerð 1962 sem hann keypti af Nell Richmond. Þessi gerð T-Bird er var kölluð „Bullet bird".

Myndir og texti: www.oldcarsweekly.com

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is