Suzuki litli Jimny er óttalegat smælki á að líta, svona eins og hann kemur úr verksmiðjunni. Enda höfum við séð nokkra slíka bíla sem búið er að „stækka“ með hinum ýmsu misgóðu aðferðum. Kannski er Body Kit bara málið!

image

Þetta „kitt“ á að gera hann svipaðan Mercedes-Benz G-Class og minnir hann undirritaða dálítið á lítinn krakka sem hefur klætt sig í jakkaföt föðurins. „Krúttlegt“ kannski?

image

Vel lukkuð Body Kit geta verið algjör snilld, eins og til dæmis þetta hérna sem gerir Dacia Duster bæði ofurtöff og reffilegan á að líta.

image

Það er óhætt að segja að evrópskur bragur verði á Jimny litla þegar búið er að „klæða hann í“ milljón dollara hugmyndina sem þetta Body Kit hlýtur bara að vera. Hinn japanski Suzuki Jimny (eða Sierra) er sannarlega vinsæll í heimalandinu og víðar, eins og við þekkjum.

image

Og hugsanlega vilja margir sem eiga svona algengan bíl aðeins trixa hann til. Þetta gæti virkað til að skera sig ögn úr fjöldanum.

Japanskur en dulbúinn sem Breti

Annað skemmtilegt Body Kit fyrir Jimny kemur manni „breskt fyrir sjónir“! Það er töluvert ódýrara en hitt og kostar rúmar 500.000 krónur. Þetta er frá öðru fyrirtæki í Japan sem nefnist DAMD LITTLE D og ef eitthvað er að marka orð þess sem selur kittið í Bretlandi þá er þetta voðalega vinsælt og raunar uppselt eins og staðan er núna.

image

Bretar sem kaupa japanskan bíl og kaupa svo kitt til að láta bílinn líkjast breskum bíl? Já, það er einmitt eitthvað á þá leið!

image
image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is