Mika Häkkinen er kannski ekki „gamall“ en hann býr yfir reynslu eins og „gamall vitur karl“. Þess vegna hugsa ég að ungir ökumenn taki mikið mark á Mika „gamla“ Häkkinen, í þau fáu skipti sem hann tjáir sig opinberlega um gang Formúlu 1.

Söguleg keppni um helgina

Það eru margir á því að keppnin í Sádi-Arabíu um síðustu helgi hafi verið með eindæmum spennandi. Það fannst okkar manni, Finnanum fljúgandi, líka. Eins og títt er um allsgáða Finna þá talar Häkkinen ekki af sér. Hann hefur hugsað þetta fram og aftur; farið í sauna og ísbað til skiptis og svo, í gær; þá var niðurstaðan komin. Og Finninn þarf ekki einu sinni að tala.

image

Häkkinen og Schumacher fyrir allmörgum árum síðan.

Hann skrifar:

„Keppnin síðasta sunnudag var bæði spennandi og umdeilanleg á svo margan hátt. En í keppninni varð það alveg ljóst að Lewis Hamiton og Max Verstappen eru í miðri baráttu og sú barátta er ein sú rosalegasta í sögu Formúlu 1,“ skrifar Häkkinen.

„Sú staðreynd er stórkostleg að þessir strákar séu komnir til Abu Dhabi hnífjafnir að stigum. Eftir 21 erfiða keppni, með hæðum, lægðum og ölllu sem fylgir, þá verður það þessi keppni sem því ræður hver öðlast heimsmeistarartitilinn.“

Óttablandin spenna í loftinu

Það hefur ekki farið framhjá neinum sem lætur sig málið varða að undir niðri í akstursíþróttaheiminum ólgar hræðsla og það er jafnvel kvíði í mörgum vegna þess sem liggur í loftinu: Ætlar einhver að beita brögðum? Þessi „einhver“ er í flestum tilvikum Max Verstappen.

image

Þeir Lewis og Max í Jeddah síðasta sunnudag. Mynd/Mercedes

Af hverju hann? Það hlýtur að stafa af því að flestir telja sig þekkja keppniseðli og stíl Lewis Hamiltons, eftir öll þessi ár. Hann hefur sjö sinnum unnið titilinn en Max er á stað sem hann hefur aldrei fyrr verið. Í margra augum er hann, eðli máls samkvæmt, ólíkindatól. Það sem við þekkjum ekki, höfum við tilhneigingu til að óttast eða taka með fyrirvara. Óíþróttamannsleg hegðun skýtur upp kollinum þegar mikið liggur við og álagið er nánast óbærilegt.

image

Þetta var skrifað eftir keppnina  í Jeddah, síðasta sunnudag. Skjáskot/Twitter/MattyWTF1

Nú vindum við okkur aftur í vísdómsorð Mika „gamla“ Häkkinen og því sem hann birti á blogginu sínu í gær.

image

Án áhorfenda og aðdáenda væri Formúla 1 nú ekki stórt apparat. Nei, ætli keppt væri í henni ef enginn hefði áhuga? Mynd/Mercedes

Þarna höfum við það „svart á hvítu“ kæru lesendur: Við erum mikilvægasta fólkið! Nei, svona að öllu sprelli slepptu þá myndi Formúla 1 líða undir lok býsna fljótt ef áhorfendur misstu áhugann. Glati Formúla 1 virðingunni og trúverðugleika sínum þá er allt eins hægt að drepa á bílnum og bakka inn í skúr. Og læsa innanfrá og jafnvel gleypa lykilinn.

Barátta og herkænska en ekki stríð

Gefum Häkkinen orðið aftur: „Þó svo að við notum orð eins og „barátta“ og að „berjast“ um þann hita og ákefð sem sem ríkir á milli þeirra Max og Lewis, milli Red Bull Racing og Mercedes, þá er þetta ekki stríð.

image

Það gekk á ýmsu í keppninni síðastliðinn sunnudag. Mynd/Mercedes

Því næst rekur Häkkinen atburðarás keppninnar í Jeddah og ég vísa á hlekkinn hér að ofan fyrir þá sem vilja lesa alla bloggfærsluna.

Án þess að fara ítarlega ofan í saumana á því sem Häkkinen skrifar um framvindu keppninnar síðasta sunnudag þá langar mig að staldra við eitt atriði. Eða öllu heldur: Einn tiltekinn hring. Hring 37.

Þegar þeir Max og Lewis fóru báðir út fyrir braut í fyrstu beygju 37. hrings  og Max fékk refsingu. Lítum á hvað Häkkinen segir um nákvæmlega þetta:

image

Þessi hringur; hringur 37, mun ef til vill sitja sem fastast í minni einhverra. Mynd/Mercedes

Málið var leyst með því að biðja Max að hleypa Lewis fram úr. Þegar maður þarf að hleypa bíl fram úr er aðeins ein örugg leið til þess: Að færa sig greinilega til hliðar og létta rólega á gjöfinni þannig að eðlilegur hraði gefi andstæðingnum færi á að komast fram úr.

Ég held að bæði þurfi liðin og FIA að rýna aðeins í verkferlana hjá sér og hugsanlega líka að skoða tæknibúnaðinn sem er notaður til að koma skilaboðum til bílstjóranna.

Þegar ég skoða það sem gerðist næst, þá hef ég enga trú á að Mak hafi verið að „bremsutesta“ [e. brake testing] Lewis – það er að segja, að hann hafi ætlað sér að láta hann keyra aftan á sig, sem hefði hæglega getað sett báða úr leik,“ útskýrir Häkkinen.

„Þvert á móti held ég að hann hafi verið að reyna að neyða Lewis til að taka fram úr þarna. En það hvernig hann hægði á, og afstaða bílsins á brautinni, var sannarlega vandamál. FIA hefur gefið út að þegar Max bremsaði varð til togkraftur upp á 2.4G,“ skrifar hann.

Í framhaldi af því tekur hann dæmi til útskýringar: „Þegar bremsað er af öllu afli á venjulegum sportbíl með ABS bremsum, þá verður til togkraftur sem nemur 1.2G. Þetta var nánast tvisvar sinnum það, og við getum líka séð að Max hægir á og fer úr áttunda gír í þann þriðja.

image

Häkkinen býr að mikilli reynslu og hann deilir henni þegar hann er búinn að hugsa hlutina fram og til baka. Skjáskot/YouTube

Hver svo sem ástæðan kann að vera þá er ljóst að þetta var ljótur leikur og hárrétt hjá FIA að bæta við refsingu að keppni lokinni. Við getum karpað fram og til baka um vægi refsingarinnar  – og álitið að refsingin hefði engin áhrif haft á úrslit keppninnar – en hvað sem því líður eru skilaboðin skýr:

Mika Häkkinen veit ekki, frekar en svo margir aðrir, hvernig í veröldinni bíllinn hans Lewis komst eins heill frá þessum árekstri og raun ber vitni. En jú, þessi Mercedes framvængur er greinilega ekkert hrökkbrauð.

„Meira að segja tókst Lewis, með skemmda endaplötu á framvængnum, að ná hraðasta hring keppninnar og vinna sjálfa keppnina,“ skrifar hann en lýkur færslunni með þessum orðum:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is