Sjeik er alveg agalega spes orð. En sá sem er sjeik hlýtur að eiga skrautlegan bíl. Porsche 911 Turbo S sem var í eigu kúveiska sjeiksins Nass­er Mohammad al-Ahmad Al-Sa­bah er einmitt í lit sem nefnist Vanilla Yellow.  

image

Sjeikinn með langa nafnið, var sjötti forsætisráðherra Kúveit og var víst duglegur að „nota“ peninga í ráðherratíð sinni, að því er sagt er.

image

Hann pantaði þennan bíl alveg sérstaklega og er hann með öllu mögulegu og ómögulegu sem unnt er að fá í svona tæki. Árgerðin er 1998 og á árunum 2010 - 2014 var bíllinn víst tekinn í gegn hjá Porsche Classic, að því er seljandi segir á sölusíðu bílsins. Þetta er beinskiptur bíll með 3,6L, 6 strokka vél. Það litla sem er meira um hann að segja má lesa hér.

image

Verðið inniheldur næstum jafnmarga tölustafi og nafn sjeiksins telur í bókstöfum. 888,888 dollarar segir verðmiðinn. Það er voðalega mikið.

Einnig kemur fram að uppgerðin hafi kostað 446,500 evrur.

image

Það er margt í sambandi við tölur bílsins sem er furðulegt. Til dæmis að fullyrt er að samkvæmt kílómetramæli hafi bílnum alls verið ekið 135 kílómetra. Svona eins og úr Reykjavík, austur fyrir fjall og svo til baka. Það er nú spes. En mesta „spesið“ eru þó litirnir!

image

Að innan… Jæja, myndirnar segja allt. Gjörið svo vel: Vanillubíll sjeiksins!

image

Einhver var svo ljúfur að benda á að ef liturinn á lakkinu kallaðist Vanilla Yellow hlyti liturinn á innvolsinu að heita Happy Meal leikfangalitur

image

Annar sagði í athugasemd um bílinn á Twitter: „Þetta er fullkomið dæmi um að ekki er hægt að kaupa sér smekk.“

image

Þetta minnir á eitthvað úr leikfangalandi. Tomy My First...

image
image

Í athugasemd við færslu um bílinn á Twitter skrifaði kona: „Þetta er eins og leikmynd í barnaefni í sjónvarpinu.“

image

„Hræðilega fullkominn,“ skrifaði einn.

image
image

Eftir að hafa skoðað myndirnar skrifaði maður: „Úff, ég verð bara að leggjast niður.“

image
image
image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is