Jæja, allir í Don Cano gallana og strákar mega endilega vera með sítt að aftan! Og stelpur líka. Snjóþvegnar gallabuxur eru velkomnar.

Jú, og bíllinn heitir ekki Bluebird heldur Newbird.

Það má eiginlega segja að smíði bílsins sé gjörningur. Hann er minnisvarði á vegferð framleiðandans.  

Margt breytt á 35 árum

    • Frá því verksmiðjan tók til starfa í september 1986 hafa 10.5 milljónir bíla komið af færibandinu þar.  
    • Í upphafi voru starfsmenn 430 en nú eru þeir um 6000 talsins.
    • Fyrsti bíllinn sem sveif af færibandi verksmiðjunnar var einmitt Bluebird og er það eintak varðveitt á safni í nágrenninu.
    • Bluebird var framleiddur í 187.178 eintökum á árunum 1986 til 1990 og framleiðslutími hvers bíls var um 22 klst.
    • Í dag er framleiðslutími fyrir hvern Nissan LEAF á sama stað 10 stundir og meira en 200.000 eintök hafa verið framleidd.

Hvernig var þessi Newbird smíðaður? Jú, hér neðst (fyrir neðan allar myndinar) er myndband þar sem fræðast má um það.

image

Tímamótunum er fagnað með mjög svo „eighties“ grip sem er í raun endurgerð af Nissan Bluebird. 19 starfsmenn af þeim 430 sem hófu störf um leið og verksmiðjan, starfa þar enn. Hér eru nokkrir þeirrra.

image

Bíllinn er 100% „eighties“ í útliti og svo er hann nefnilega 100% rafknúinn og nýtir þar drifrás Nissan LEAF.

image

image

Bíllinn er smíðaður í sömu verksmiðju og fyrsti Bluebird-inn. Það er gert í tilefni þessara tímamótum. Útlitið er gamalt en hugsunin og tæknin ný. Og fjöldi framleiðslueininga er 1. Einn bíll. Eitt listaverk.

image
image
image
image
image
image
image
image

image
image

image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is