Skoda 1203 endurskapaður sem nútíma rafknúinn van

    • Bíllinn lítur út eins og frændi Volkswagen ID. BUZZ

image

Skoda hefur nýlega kynnt hugmynd að nýrri útgáfu af hinum sérstæða Skoda 1203,s em var frumsýnd upphaflega árið 1968, og sem var hönnuð af hönnuðinum Daniel Hájek.

Nýju myndirnar sýna ferðabíl með „pop top“ þaki sem í orði gæti verið knúinn með hefðbundinni vél eða rafknúinn. Insideevs-vefurinn sem birti þessar myndir giskar á að annar kosturinn sé heppilegri og í rauninni minnir hugmyndin okkur á hinn rafknúna Volkswagen ID. BUZZ.

image

Það kæmi ekki á óvart ef Skoda myndi kynna eigin útgáfu af ID. BUZZ, þar sem MEB-grunnurinn er aðgengilegur fyrir öll vörumerki innan Volkswagen Group.

image

Daniel Hájek sagði að ökutæki eins og þetta væri frábært fyrir Skoda vörumerkið í dag, fullkomlega í samræmi við gildi vörumerkisins: „hagkvæmni, mikið innanrými og einfaldlega snjallar lausnir.“

image

Hönnuðurinn útskýrði einnig að hann vildi ekki gera hugmyndina of augljóslega „gamaldags“.

image

Að innan er mælaborðið mjög einfalt, með aðeins litlum skjá. Það er engin skjár með upplýsingatækni þar sem framtíðarsýnin er að nota símann eða spjaldtölvuna.

Lýsing hönnuðarins á útkomunni:

Svo að hjá Daníel fékk hinn nýi 1203 „tvöfaldan topp“, eins og hönnuðurinn lýsir svolítið útstæðum brúnum þaksins og grillinu sem hafa skarpari línur en ávalar línur í frumgerðinni árið 1968. Hann skipti út  láréttu jaðarlínunum í 1203 með „tornado línunni“ sem einkennir ŠKODA bíla nútímans og gáfu sköpun hans mjög uppfært útlit ljósanna. „Ég hugsaði lengi og vandlega um hvernig ætti að vísa til hringlaga ljósa frumgerðarinnar án þess að þau væru of gamalags. Þess vegna er aðeins vísbending um nokkrar sveigjur hér , en annars er hönnun ljósa ný og djörf“, segir Daniel.

(frétt á vef insideevs)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is