Eggman býr í Sviss. Hann er reiður maður. Reiður maður á skellinöðru en stundum er hann reiður maður á mótorhjóli. Hann þolir ekki lélega ökumenn, enda þeytir hann eggjum og fleygir tómötum í bílana þeirra. Eða ökumennina sjálfa ef það er hægt.

image

Já, Eggman tók málin í sínar hendur eftir að búið var að svína of oft (að hans mati) á hann þegar hann var úti að aka í sakleysi sínu á nöðrunni.

Hann kastar helst ekki eggjum í Ferrari og aðra dýra bíla því ef hann lendir í klandri og laganna verðir (opinberir) ná í hann (óopinberan vörð laganna) þá er best að dúndra tómötum á dýru bílana en eggin notar hann á ódýrari bíla.

image

Tómatur fyrir Porsche. Þessi rauði fær einn verulega djúsí tómat. Það þýðir að Eggman finnst bíllinn fínn.

Nú hefur ekkert komið frá Eggman í um það bil ár svo hann er kannski í vondum málum eftir allt saman. Vonandi ók enginn yfir hann…

image

Það tók tíma að finna besta statífið fyrir eggin. Stundum var þetta subbó.

Eitt má Eggman eiga og það er að hann er hittinn þegar hann vandar sig. En eggin eiga það til að detta úr eggjastatífínu þegar ekið er yfir ójöfnur.

image

Oft hoppa þau og lenda ekki á réttum stað. En Eggman virðist eiga nóg af eggjum.

Eins og sjá má í seinna myndbandinu þá er Eggman óhræddur og hikar ekki við að elta bílstjórana heim og þar dritar hann eggjunum eða tómötunum á bíla fólksins. Nú þekki ég Eggman ekki neitt en hann hlýtur að vera bóndi. Bóndi sem á margar hænur og ræktar tómata.

Hér er nokkurs konar samantekt af bestu sendingunum hans:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is