Rafknúni Mustang Mach-E seldist betur í Bandaríkjunum en sá með bensínvélinni í júní sl.

Að lesa í sölutölur getur verið svolítið erfitt eins og þeir hjá Motor Trend í Bandaríkjunum komust að raun um og sögðu það eins og að lesa telauf eða lófa. Stundum er hægt að draga skýrar ályktanir: Auðvitað er lélegur ódýr hlaðbakur seldur í fleiri eintökum en t.d. pallbíl í fullri stærð. Þetta er Ameríka, þegar allt kemur til alls.

En tilkynning Ford um að í júní 2021 hafi Mustang coupe og blæjubíllinn með bensínvél selst í færri eintökum en nýi alrafmagnaði Mustang Mach-E fékk menn til að sperra eyrun.

Mach-E seldist til dæmis í 2.465 eintökum í júní, nokkur hundruð fleiri en Mustang sem seldist þá í 2.240. eintökum. Jafnvel þó að þetta sé í fyrsta skipti sem Mach-E fer fram úr í sölukapphlaupinu við hefðbundinn Mustang, var salan í júní ekki sú besta. Í febrúar seldi Ford 3.739 Mustang Mach-E; síðan hefur mánaðarsala rMach-e verið tæplega 2.000. Venjulegur Mustang var með mesta mánaðarlega sölu árið 2021 í apríl og seldist þá í 8.000 eintökum. Annan hvern mánuð, nema fyrir júní, var hann á bilinu 4.000-5.000 eintök.

image

Allt þetta segir að tölurnar einar og sér gefa ekki skýra mynd af því hvers vegna kapphlaupið á milli Mach-E og venjulegs Mustang snérist skyndilega við, vegna þess að tölurnar hafa verið svolítið út um allt.

Þeir hjá Motor Trend leituðu til Ford til að fá skýringar og komust að því að Mustang-birgðir urðu fyrir áhrifum af áframhaldandi skorti á tölvukubbum sem skók bílaiðnaðinn, sérstaklega í apríl og maí, þegar Mustang-framleiðslan var í raun stöðvuð með öllu. Salan þessa mánuði táknaði líklega sölu á hvaða Mustang-bílum sem voru til staðar hjá umboðum á landsvísu, þess vegna dró úr 8.000 eintökum í apríl niður í 4.436 í maí að því er virðist.

Fulltrúi Ford staðfesti einnig að Mach-E hafi fengið „forgang“ sem „heit“ ný vara, en bætti við að sala Mach-E táknaði raunverulegar pantanir sem ásamt mikilli sölu rafbílsins í febrúar, sem nam 3.739 eintökum, dregur úr þeirri hugmynd að sala í júní hafi einhvern veginn verið minni vegna innilokaðra pantana á Mach-E.

Svo, já, Mach-E seldist betur en Mustang, og það eru nokkrar stjörnur. Það eru engin endalok að rafmagns Mustang selst betur en sá gamli góði, því að öllum líkindum mun Mustang endurheimta sölustöðu sína fyrir ofan Mach-E þegar vandamálið vegna tölvukubbanna minnkar. Eða kannski ekki – segja þeir hjá Motor Trend - Við verðum að bíða og sjá; Í millitíðinni má segja að það sé sniðugt að rafbíll Ford hafi nægilegt aðdráttarafl til að salan á honum jafnvel nálgist hinn hefðbundna Mustang í sölukapphlaupinu.

(byggt á frétt á vef MotorTrend)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is