Áætlanir um nýjan Ineos rafmagns jeppa gerðar opinberar

Sir Jim Ratcliffe, stjórnandi fyrirtækisins, tilkynnti um áætlanir um minni Ineos rafmagnsjeppa, og Auto Express birti mynd af því hvernig hann gæti litið út

Við höfum áður flutt fréttir af því að Ineos Automotive er að koma fyrstu gerð sinni, Grenadier-jeppanum, á markað, en hefur samhliða hafið þróun á nýjum, aðeins minni, alrafmögnuðum torfærubíl.

Samkvæmt frétt Steve Fowler hjá Auto Express er það þeirra skilningur að nýja gerðin eigi að koma í sölu árið 2026, eftir pallbíls-útgáfu af Grenadier.

Stefnt er að því að klára hönnunina innan skamms og tækniforskriftin er þegar að taka á sig mynd.

image

Mynd Avarvarli sýnir hvernig Auto Express heldur að rafjeppinn gæti litið út, með fullt af vísbendingum frá harðgerðum stóra bróður sínum.

Gert er ráð fyrir að hlutföll Grenadier verði færð yfir á nýja bílinn, en búist er við að rafbíllinn sitji aðeins lægra, með nokkrum loftaflfræðilegum breytingum til að auka skilvirkni og auka drægni.

„Ég veit ekki hversu mikið þið vitið um rafmagnsútgáfuna af Grenadier, en við erum vel á veg komin með það verkefni."

„Hann verður að fullu rafknúinn, með drægni upp á 400 kílómetra. Hann verður aðeins minni en Grenadier, en hann mun líta svipað út og stóri bróðir, býst ég við.

Magna Steyr leiðir þróunina

Enn og aftur mun Magna Steyr leiða þróunina, undir leiðsögn Ineos Automotive teymisins með aðsetur í Bretlandi, en Grenadier hönnuðurinn Toby Ecuyer tekur einnig þátt í hönnun nýja bílsins.

image

Dæmi um „hjólabrettalag“ svipað því sem myndi verða notað við hönnun á rafjeppa frá Ineos.

„Undirvagn sem byggir á hugmyndinni um „hjólabretti“ er einstök fyrir Grenadier,“ sagði Ratcliffe. „Og þetta er ekki bara eitthvað„hjólabretti“, þetta er okkar grunnur og hönnun.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is