Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn – þriðji kafli: ljósin

Það gefur auga leið á þessum árstíma þegar veturinn færist nær og dagurinn verður sífellt styttri, að ljósin á bílnum skipta máli.

Það er líka mikilvægt að ÖLL ljósin á bílnum séu að virka rétt, séu rétt stillt og það logi yfirleitt á þeim, því þannig sést vel til bílsins í umferðinni.

Hvers konar aðalljós eru á bílnum?

Bílar eru búnir með tiltekinni gerð aðalljósa. Algengar gerðir eru meðal annars halógen, Xenon (eða HID) og LED á nokkrum nýjum ökutækjum. Flest ökutæki eru þó enn í dag með halógenljósum. Hér er fjallað um mun á milli þeirra:

Halógen: Halógenljós nota volfram-halógenþráð blandað við halógengas til að mynda mun bjartara ljós en venjuleg aðalljós.

Xenon/HID: Xenon er ein tegund af HID (high intensity discharge) peru. Í stað þess að nota hitaðan þráð, nota Xenon aðalljós gas. Xenon ljós eru bjartari, hafa lægra hitastig og endast lengur. Hafa verður einnig í huga að HID perur geta verið aðeins dýrari og oft betra er að mæla með uppsetningu þeirra með aðstoð fagmanna.

LED: LED (ljósdíóður) hafa forskot á halógen að því leyti að LED-ljós þurfa miklu minni orku til að virka, hitna miklu minna en halógenljós og endast lengur. Ef nýrri ökutækið þitt var búið LED aðalljósum frá verksmiðjunni, þá ertu líklega ekki einu sinni að lesa þessa grein.

Dofna ökuljósin með aldrinum?

Stutta svarið er JÁ! - Flest aðalljós verða daufari með tímanum. Sé skipt reglulega um þau tryggir það bestu lýsinguna. Sumir eigendur bíla hafa skipt út venjulegum halógenljósum og látið setja öflugari aðalljós sem senda frá sér ljós sem er nær lit á náttúrulegu dagsbirtu. Þessar hvítari og bjartari perur hjálpa til við að bæta sýnileika þinn á nóttunni.

Athugaðu ljósin á bílnum

Dagarnir eru styttri þessa dagana og það er myrkur lengur, sem þýðir að við treystum aðalljósunum miklu meira yfir veturinn en restina af árinu.

Þoka og mikil rigning getur dregið úr skyggni og það er mjög mikilvægt að ganga úr skugga um að bíllinn þinn sé sýnilegur öðrum ökumönnum.

Kveiktu á öllum ljósunum; stöðuljósum, afturljósum, stefnuljósum, lágu- og háu ljósum, bakkljósum og hemlaljósum til að tryggja að þau virki rétt. Ef þú ert ekki með neinn til að hjálpa við að kanna aftur- og bremsuljósin, getur þú notað speglun frá glugga til að athuga þetta sjálfur. Viðgerð á öllum sprungnum perum er venjulega einföld og getur aðeins tekið nokkrar mínútur.

image

Mikilvægt að skipta um perur í báðum aðalljósum ef önnur þeirra fer. Hægra megin á myndinn er bíll með eina nýja peru og þá hægra megin gamla. Mikill munur er á ljósstyrkleika.

Munum að hreinsa snjó af ljósunum

Mikilvægt er að hreinsa óhreinindi og ekkis é talað um snjó af ljósunum á bílnum áður en ekið er af stað. Hér í gamla daga voru allir bílar með perur sem hitnuðu og með tíð og tíma náði hitinn frá lj´sounum að bræða snjóinn og klakanna f ljósunum.

Nýju perurnar hitna miklu minna – eða bara alls ekki neitt og þá þarf að hreinsa þetta vel að með handafli

Muna eftir að nota rétt dagljós!!

Því miður eru margir bílar með þannig ljósabúnaði að það kviknar bara á „dagljósum“ að framan á bílnum, en slökkt er á öllum ljósum að aftan. Munið að snúa ljósarofanum af AUTO yfir á stillingu fyrir full ljós!

Staðreyndin er að margir ökumenn nýrra bifreiða eru ólöglegir við akstur sökum ljósaskorts. Samgöngustofa hefur lagt áherslu á þetta atriði og á vef þeirra er þessi texti:

Margar nýjar bifreiðar eru búnar ljósum sem kvikna þegar bíllinn er ræstur og í fyrstu má halda að um sé að ræða ökuljós en sú er ekki raunin. Víða má sjá í umferðinni ökumenn nýrra bíla sem gera sér ekki grein fyrir þessu og aka um með takmörkuð ljós og eru jafnvel ljóslausir að aftan. Þessi ljós sem kvikna sjálfkrafa á nýjum og nýlegum bílum eru yfirleitt ófullnægjandi til aksturs þar sem ekki er um að ræða ökuljós og því verða ökumenn sjálfir að sjá til þess að öll „ökuljósin“ séu kveikt.

image

Þessi ljósabúnaður kallast dagljós og er leyfður á Evrópska efnahagssvæðinu og af þeim sökum er heimilt að flytja slíkar bifreiðar inn til Íslands. Það gegnir hins vegar öðru máli um notkun þessa búnaðar hér á landi. Það er ljósaskylda hér Íslandi – allan sólarhringinn og allan ársins hring – og því þarf ökumaður að gæta þess að ökuljósin, ekki stöðuljósin, eða eingöngu dagljósin séu kveikt á meðan á akstri stendur. Ljósskynjari þessa dagljósabúnaðar kveikir annars ekki á ökuljósunum fyrr en það rökkvar en utan þess tíma er bara kveikt á ígildi stöðuljósa að framan og í einhverjum tilfellum eru engin ljós kveikt að aftan.

Rétt er að hvetja ökumenn til að gera athugun á því hvort það slökkni sjálfkrafa á ljósum bílsins og ef það gerist ekki þá vitanlega verður ökumaður sjálfur að slökkva.

Ljósabúnaður bifreiða í dag er orðinn töluvert fjölbreyttari en áður en það er alfarið á ábyrgð ökumanna að hann sé rétt notaður.

Svo mörg voru þessi orð – og við gerum þessi orð Samgöngustofu að okkar líka.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is