Það er búið að smíða Rolls Royce Phantom limmósínu

Nýlega rakst ég á nokkrar myndir af sérsmíðuðum Rolls Royce í Dubai. Já Dubai, því hvar annarstaðar er hægt að finna fólk sem finnst nauðsynlegt að taka einn dýrasta og best smíðaða bíl í heimi og lengja hann í limsósínu eins og amerískir auðmenn gátu ekki látið sjá sig án á tíunda áratug síðustu aldar.

image

Bílinn sem ber fyrir augum hér nefnist Rolls Royce Phantom Mansory Spec Stretch Limo. Nafnið er greinilega jafn langt og bílinn.

Lítið er hægt að finna um hver er eigandinn að bílnum en Mansory fyrirtækið, sem virðist hafa látið eigandanum í tjé fram- og afturendann, tekur hinsvegar að sér að breyta dýrum lúxusbílum, allt eftir óskum kaupenda sinna. Þetta virðist þó á myndunum að dæma að vera sérsmíði sem ætlað er að láta líta út fyrir að vera alvöru Rolls Royce. Ég vona allavega að enginn hafi ákveðið að láta saga alvöru Phantom í sundur og breyta honum svona.

Byggt á fyrrnefndum Instagram pósti.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is