Nýtt stýri í stað ok-stýrisins í Tesla Model S?

Í Ameríku hafa margir tekið Model S vel en eru minna hrifnir af ok-stýrinu. Hér er lausnin

Þegar Tesla kom fram með ok-stýrið í Model S varð stýrið, eðli máls samkvæmt, ekki lengur hringlaga heldur meira í áttina að flugvélarstýri. Urðu þá sumir hrifnir en aðrir hundóánægðir.

image

Eins og sést hér að ofan er stýrið ekki í raun svo ýkja frábrugðið, bara búið að bæta við hringnum að ofan sem kemur sem viðbót og er síðan vafin inn í annað hvort leður eða koltrefjar.

T Sportline býður einnig upp á ok úr mismunandi efnum.

En því miður, samkvæmt vef Electrek, er ekki beint einfalt „plug-and-play“ að skipta um stýri.

Ef Tesla eigandinn er með „pakka“ fyrir kalt veður tapar hann hitavirkni stýrishjólsins.

Útskiptisstýrishjólið vantar líka gírvalsbúnaðinn og stefnuljósastangirnar sem eru á Model S sem eru á staðalgerð stýrishjólsins.

(byggt á Electrek og Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is