Enn frestar Tesla framleiðslu á Cybertruck

Tesla er að breyta eiginleikum framúrstefnulega rafmagns-pallbílsins eftir því sem samkeppnin eykst frá Ford og Rivian

SAN FRANCISCO – Samkvæmt frétt frá Reuters stefnir Tesla að því að hefja framleiðslu á Cybertruck sínum sem lengi hefur verið beðið eftir, í lok fyrsta ársfjórðungs 2023, og seinka þannig áætlun sinni um að hefja framleiðslu seint á þessu ári. Þetta hafði Reuters, á fimmtudag, eftir aðila sem sagður er þekkja málið.

image

Cybertruck frá Tesla, sýndur í Meatpacking District á Manhattan í New York borg í Bandaríkjunum, 8. maí 2021. Mynd REUTERS.

Forstjóri Tesla, Elon Musk, sem afhjúpaði framúrstefnulega farartækið árið 2019, hafði þegar seinkað framleiðslu þess frá seint 2021 til seint á árinu 2022.

Musk hefur sagt að hann muni leggja fram uppfært plan varðandi framleiðslu í Tesla 26. janúar.

„Ó maður, þetta ár hefur verið svo mikil martröð aðfangakeðjunnar og það er ekki búið!,“ tísti hann seint í nóvember þegar hann var spurður um Cybertruck.

image

Tesla ætlar að framleiða Cybertruck í verksmiðju sinni í Texas, en gert er ráð fyrir að framleiðsla á Model Y bílum hefjist snemma á þessu ári.

Tesla smíðar rafbíla og jeppa en hefur misst af pallbílahlutanum, sem er arðbær og gríðarlega vinsæll í Ameríku.

Ford Motor og Rivian Automotive eru á undan Tesla í því að setja á markað rafmagns-pallbíla.

(Reuters og Automotive New Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is