Er bíllinn tilbúinn fyrir veturinn – annar hluti – þurrkublöðin

Eitt mikilvægasta öryggistækið á bílnum eru þurrkublöðin. Núna þegar veður gerast misjöfn er mjög mikilvægt að þau séu í lagi.

image

Hér má sjá eldri gerð þurrkublaðs með málmgrind sem heldur um gúmmíhluta þurrkublaðsins og fyrir neðan.

image

Nýrri gerð þurrkublaða, oft úr sílíkonblöndu, eru ekki með neina grind, þannig að þau falla betur að yfirborði rúðunnar og safna minna af snjó og krapa að vetraralagi.

Gott að nota vatnsfráhrindandi vörn á framrúðuna

Til viðbótar við góð þurrkublöð getur verið frábær viðbót að nota vatnsfráhrindandi varnarefni sem er borið á framrúðuna. Dæmi um slíkt efni er Rain-X, sem borið er á hreina framrúðuna (gæta þarf þess að herinsa hana vel áður en efnið er borið á) og síðan skolað með vatni og þurrkað yfir með mjúkum klút eftir að efnið hefur þornað á rúðunni. Sá sem þetta skrifar hefur notað Rain-X um árabil með ágætum árangri.

image

Hér má sjá nokkur dæmi um vatnsfráhrindandi efni sem gott er að bera á framrúðuna og bæta þannig útsýnið fram á veginn í rigningu og slæmu skyggni: Rain-X, Rain-Away og loks Glaco soft99. Þetat eru allt vörur sem við höfum keypt sjálfir og notað án skuldbindinga við innflytjanda og álitið byggist á eigin reynslu höfundar.

image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is