• Range Rover sérfræðingar hjá fyrirtækinu Kingsley tóku klassíska tveggja dyra útgáfu af Range Rover og nútímavæddu, með stórkostlegum árangri

Það er stundum gaman að vafra á vefnum og lesa frásagnir af því þegar menn (já bæði konur og menn) eru að taka gamla og gamalkunna bíla og gera þá upp frá grunni (og jafnvel stundum að endurbæta þá).

Við rákumst á nýlega frásögn á vef CarThrottle, og gefum Matt Robinson orðið:

Við skulum ekki fara í neinar grafgötur með það - að keyra bíl í annasamri borg er algjör þvæla. Jafnvel sem harður bensínhaus get ég viðurkennt að það er staður og stund fyrir bíl, og í miðbæ stórborgar eins og London vil ég frekar ganga eða taka neðanjarðarlestina. Ökuferð á dögunum um Battersea breytti ekki afstöðu minni: Þar gekk umferðin löturhægt og ég hrökk í kút í hvert skipti sem vespa skáskaut sér á milli bílanna í þvögunni.

image

Fyrirtækið í Oxfordshire hefur endurbyggt 400 bíla af þessari gerð í gegnum árin, en þessi tiltekna Classic-gerð tekur hlutina lengra. Í „Reborn“ ferlinu er upprunalegi bíllinn tekinn í sundur og ryðbættur (enda er þetta um það bil 40 ára gömul vara úr breska bílaiðnaðinum) og síðan endurbyggður með nýjum og endurnýjuðum hlutum, margir þeirra uppfærðir íhlutir.

image

„ULEZ“ hluti nafnsins kemur frá Ultra Low Emissions Zone London (svæði með ofurlágt mengunargildi frá útblæstri). Til að koma í veg fyrir að þú þurfir að eyða 12,50 pundum á dag til að keyra á svæðinu þarftu að vera á annað hvort Euro 4 eða nýrri bensínbíl (2004 eða nýrri) eða Euro 6 dísil (2012 og nýrri). Hins vegar er „frávik“ frá þessu - ökutæki sem eru 40 ára eða eldri eru undanþegin. Bílar eins og þessi V8-knúni tveggja dyra Range Rover.

image

Svo, þess vegna erum við á ferðalagi sem mun leiða okkur í gegnum miðja London (þar sem við erum enn ábyrg fyrir umferðarþungagjaldi, sérstakur hlutur fyrir ULEZ) til að sjá hvernig Kingsley Range Rover farnast í hlutverki borgarbíls. Hann hefur vissulega stærðina með sér - þótt hann hafi verið talinn stór bíll á sínum tíma hefur bílaheimurinn breyst töluvert á undanförnum áratugum. Auknar kröfur um öryggi og tækni þýðir að bílar eru miklu stærri núna, að því marki að þessi jeppi hefur minna fótspor en sumir fólksbíla í stærðarflokki C.

image

Það sem meira er, þú getur í raun séð hvar hornin á bílnum eru. Svo ég hef ekki lengur áhyggjur af þessum vespumönnum og get auðveldlega skutlast yfir á næstu akrein.

image

Stærsti kostur bílsins er auðvitað undir vélarhlífinni. Hinn hljómmikla, togmikla V8 vél gerir það auðvelt að aka af stað frá ljósunum áreynslulaust og afköstin sem eru í boði eru í mjög góðu lagi. Þú ert að horfa á 270 hestöfl sem knýja bíl sem er með töluvert minni þyngd en núverandi Range Rover, en ekki beint í „fluguvigt“ heldur. Svo þú getur stundum gefið í botn, og það jafnvel í bænum, ánægður með að það taki smá tíma að ná hámarkshraða.

image

Akstur Reborn gæti verið langt frá silkimjúkum akstri í nýlegum jeppa með loftfjöðrun, en hún er meira en nógu mjúk vegna þess að bíllinn er með nútímavæddum undirvagni. Því til viðbótar er þessi líka með stóra bremsubúnaðinn og þó að hraðinn í reynsluakstrinum sé ekki nógu mikill til að ná að prófa hann á viðeigandi hátt, þá eru bremsurnar greinilega öflugar.

image

Það er bara það að maður veit að hann fer í gang í hvert skipti sem maður vill og hann mun ekki skilja eigandann eftir, strand, við vegkantinn í gufuskýi. Það er enginn hræðilegur dauður punktur í miðju stýrinu og þegar þarf að nota bremsurnar er öruggt að þær virka sem skyldi. Hér er er hægt að fá klassíska upplifun og njóta hennar.

(Matt Robinson á vef CarThrottle)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is