Prototýpur af andlitslyftingunni á BMW 5 seríunni eru í prófunum

Prototýpur af andlitslyftingunni á BMW 5 seríunni eru í prófunum og það á einnig við M5 bílinn nýjustu njósnamyndirnar sýna M5 bílinn sem kemur líklegast um sumarið 2020.

image

Töluvert af felulita munstri er á fram og aftur stuðara sem gefur til kynna að það verði ný fram og aftur ljós og hugsanlega eitthvað fleira.

image

Það er ekki enn ljóst hvaða breytingar ef einhverjar verði á vélinni en núverandi M5 er með 4.4 lítra tveggja forþjöppu V8 vél sem gefur 600 hestöfl og fer uppí 100 km/klst hraða á 3,3 sekúndum. Ekki er ljóst hvort einhverjar breytingar verði á innrarými bílsins en líklega mun BMW vera með afkasta meiri vél en á fyrri árgerð þar sem mikil samkeppni er við nýja E63 AMG Mercedes-Benz og Audi RS7 sportback.

Unnið uppúr grein Motor Authority

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is