Mest áberandi bílarnir á bílasýningunni í Tókýó 2022

    • Hin árlega sýning sýnir sérstæða hönnun á bílum og mótorhjólum – og hér er það áhugaverðasta að mati fréttaveitunnar Bloomberg

Nokkrir af fremstu bílaframleiðendum og breytingafyrirtækjum heims eru að sýna sérstæðustu og flottustu bílana á þriggja daga bílasýningu í Tókýó – Tokyo Auto Salon -sem fer fram um helgina.

Hápunktar þessa árs eru allt frá Swarovski kristalskreyttum Lamborghini til frumsýningar á Fairlady Z sportbíl Nissan Motor Co. sem er á leið á Japansmarkað.

Alls eru um 400 sýnendur víðsvegar að úr heiminum og öllum hornum Japans sem sýna þríhjól, hjól, húsbíla og sportbíla á bílasýningunni í Tókýó. Hér eru nokkrar af mest áberandi fyrirsætum þessa árs að mati fréttaveitunnar Bloomberg.

Aventador Road Star

image

Þessi Lamborghini er einkabíll eiganda Anija, breytingafyrirtækis sportbíla í Tókýó. Sportbíllinn sem er með miðjuvél er skreyttur með nautsmerki úr 10.000 Swarovski kristöllum. Eigandinn neitaði að tjá sig um hversu mikið þessi „smáatriði“ kostuðu, en sagði að töfraferlið hafi tekið tvo heila daga. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Toyota GR GT3 Concept

image

Þessi hugmyndabíll hefur allt það sem Toyota Motor Corp. hefur upp á að bjóða á sviði akstursíþróttatækni. „Þegar við þróuðum lágan, sléttan svartan bílinn var fyrsta hugsun okkar að þróa bíl sem getur unnið keppnir,“ sagði Koji Sato, yfirmaður vörumerkis Toyota, á kynningarfundi á netinu á föstudag. Þrátt fyrir að gefa litlar upplýsingar um sérstaka eiginleika bílsins sagði Sato að frumgerðin verði smíðuð í lok ársins. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Nissan Fairlady Z

image

Nissan sýndi Japansmarkaðsútgáfu af sjöundu kynslóð Z sportbílsins sem var afhjúpaður á föstudaginn. Japanska útgáfan er aðeins frábrugðin endurnýjaðri gerð sem Nissan sýndi á heimsvísu á síðasta ári. Þar sem bíllinn er einfaldlega þekktur sem „Z“ á stöðum eins og í Bandaríkjunum, heldur bíllinn í Japan hinu sögulega fulla nafni „Fairlady Z“. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Porsche Patrol bíll eftir Liqui Moly

image

Þetta 1960 módel er sésrtæð útgáfa af Porsche 912 og er síðasta eintakið sem eftir er af fjórum sérsmíðuðum Porsche lögreglubílum sem framleiddir voru í Japan. Eigandi bílsins segir að honum megi aka á þjóðvegum svo framarlega sem hliðin sem á stendur „Kanagawa Police Department“ (nafn héraðs rétt suðvestur af Tókýó) sé hulin. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Rohan X Metal Harley-Davidson

image

Takahiko Izawa, málari í Nara-héraði, og teymi - þekkt fyrir málmmálningu og leturgröft - koma með fagurfræði sína á sýninguna með þessum Harley-Davidson. Öll yfirbygging þessa FLHX Street Glide mótorhjóls, niður að hjólnöfum þess, er þakin silfurlitum og blómamynstri. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Amaho eftir Direct Cars

image

Langar þig að fara í útilegu ofan á bílnum þínum? Þessi sérsniði Daihatsu sendibíll býður upp á það og fleira. Auk pop-up tjalds sem fest er við þakið er tjaldvagninn búinn litlu eldhúsi og færanlegu hliðarborði. Engar áhyggjur af hleðslumálum því í bílnum eru litíumjónarafhlöður og tvær 185W sólarrafhlöður. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Deco Carry frá Gunma Automobile College

image

Þetta er það sem gerist þegar háskólanemar fá Suzuki vörubíl og mega gera það sem þeir vilja við hann. Þessi sérútbúni húsbíll er þakinn nokkrum veggmyndum af japönsku landslagi og þær innrammaðar með tindrandi bláum, gulum og grænum ljósum. Nemendurnir á bak við bílinn segja að hann sé afurð þeirrar tækni sem þeir hafa lært í tímum. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

NATS Low Limo

image

Miðað við milljón jena (8.787 dollara eða um 1,2 millj. kr.) fjárhagsáætlun fyrir verkefnið sitt, ákváðu nemendur við NATS (Nihon Automobile College) að skera Toyota Century fólksbifreið í tvennt og búa til „limmaútgáfu“ úr henni. Bíllinn var búinn glitrandi gylltum felgum, rauðum leðurtopp, „gangster-glugga“ að aftan og Smirnoff-bar. Það tók átta nemendur 120 daga að klára verkið. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Spofec Cullinan eftir Spashan/Novitec

image

Svona lítur Rolls-Royce Cullinan út í „twilight purple“. Spashan/Novitec stillti vél, hjól og fjöðrunareiningu lúxusjeppans. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Miniature Cruise Henro

image

Oka Motors breytti innanrýminu í þessum Suzuki camper til að gefa ökumanni og farþegum tilfinningu fyrir „slökun“ og „friðsæld Japans“. Mjúkt upplýst innanrými bílsins er búið tesetti, bonsai-trélist og hrísgrjónapappírsskjám sem hylja afturrúðurnar. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Gordon GL1800 Trike

image

Gordon, japanskur framleiðandi handsmíðaðra lúxushjóla, sérsmíðaði þetta Honda Gold Wing mótorhjól til að búa til það sem það kallar „toppinn í þríhjólum“. Þriggja og fjögurra sæta þríhyrningar Gordons eru stimplaðir með gylltu móti sínu og eru í mikilli sókn á heimsvísu, að sögn yfirmanns fyrirtækisins, sérstaklega í Rússlandi, Dubai, Bandaríkjunum og Evrópu. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Hina dúkkubíll

image

Þessi Nissan „kubbur“ er málaður til að líta út eins og japönsk „hina dúkka“ - skrautfígúra klædd í hefðbundinn klæðnað sem venjulega er sýndur á sérstökum „dúkkudegi“ í Japan. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Ford Model A5 Coupe frá 1929

image

Þegar eigandi þessa bíls keypti hann var bíllinn ryðgaður og illa farinn. Það tók hann fjóra mánuði og kostaði um 9 milljónir jena (um 10 milljónir króna) að koma honum aftur í fyrra horf. Öllu sem hægt var að bjarga úr upprunalega bílnum var haldið og í dag segir eigandinn bílinn enn í góðu ástandi. Hann ók meira að segja Fordinum á bílasýninguna í Tókýó, en hámarkshraði bílsins er 80 km/klst. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Mustang frá Jet City

image

Þessum Mustang hefur verið breytt eins og hægt er til að líta „logandi“ út — allt frá glitrandi gylltum innréttingum til rauðra leðursæta, sérsniðinna loga-odda að aftan og skærrauðra eldinga. Jet City flytur inn bílavarahluti frá Ameríku sem venjulega er ekki að finna í Japan. Jet City liðið setti upp auka hátalara í skottinu á Fiery Ford sínum og spilaði tónlist Katy Perry á fullu á bílasýningunni á föstudagsmorgun. Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

Civic Type R frumgerð

image

Honda Motor Co. veitti áhorfendum innsýn í endurhannaða Civic Type R, sem sýndi frumgerð af bílnum á föstudag. Litlar upplýsingar um bílinn voru þó gefnar og hann var klæddur í feluliti. Nýjasta uppfærslan á afkastamiklu útgáfunni af Civic smábíl Honda á að koma í lok þessa árs.  Ljósmyndari: Kiyoshi Ota/Bloomberg.

(Bloomberg – textar eftir Kyle Stock og Dorothy Gambrell)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is