Þjónustudagur Toyota með Eurovision ívafi

Laugardaginn 14. maí verður árlegur Þjónustudagur Toyota

Allir Toyotaeigendur eru velkomnir milli klukkan 11 og 15 á morgun, laugardag, og verður vel tekið á móti þeim af starfsmönnum Toyota sem sápuþvo bílana og þurrka. Þegar bíllinn hefur fengið sitt bíður grill og gos auk þess sem sumarglaðningur fylgir fyrir börn og fullorðna.

image

Sýningarsalir verða opnir og gestum býðst að sjá allt það nýjasta hjá Toyota og Lexus.

Eurovisionstemmning verður allsráðandi og eru Toyotaeigendur hvattir til að stilla á K100 og fá þjónustudaginn beint í æð. Páll Óskar verður með Pallaball í beinni á K100 kl. 11 - 13.

Þjónustudagur Toyota er hjá þessum þjónustuaðilum:

    • Toyota Kauptúni
    • Toyota Akureyri
    • Toyota Selfossi
    • Toyota Reykjanesbæ
    • Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Bæjarflöt
    • Nethamar, Vestmannaeyjum
    • Arctic Trucks, Kletthálsi
    • Bílageirinn, Reykjanesbæ

(fréttatilkynning frá Toyota)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is