Það er dálítið sport að vera fyrsta Formúluliðið sem afhjúpar bíl komandi keppnistímabils. Já, það er í raun svolítil keppni þó að ekki sé veittur neinn bikar eða derhúfa í verðlaun.

Og enn gæti eitthvert annað lið orðið fyrst til, ef fleiri vilja vera „memm“ í þessari æsispennandi keppni liðanna utan brautar.

Þann 22. febrúar næstkomandi (22.02.22) verður bíll Aston Martin, AMR22, afhjúpaður í beinu vefstreymi en þann 18. febrúar mun Mercedes tosa lakið af sínum bíl. Mercedes-AMG F1 W13 E Performance ætlar sá að heita, eða bara W13.

Kannski maður ætti að leggja hausinn í bleyti og svo í hveiti ef færi gefst á að koma spurningum að. Kemur í ljós!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is