Nýr Nissan Z sportari á leiðinni

Það er búið að vera mikið rætt um nýjan Nissan Z sportara í bílaheiminum sem kemur á markað 2022. Nú er komið að því. Í sumar verður framleiðslulíkanið tilbúið og meira að segja búið að negla frumsýningar daginn sem er 17. ágúst næstkomandi.

image

Alvöru „gamaldags“ sportari

Menn vita reyndar ótrúlega mikið um þennan nýja fák, þó enn sé margt á huldu. Hann verður til dæmis með beinskiptingu, tveggja forþjöppu V6 vél og afturdrifi.

image

Það er nokkurnveginn vitað hvernig hann lítur út – hann verður flottur enda er búið að leka myndum út af nánast fullbúnu framleiðslueintaki.

Fullt sem við vitum ekki enn

Hins vegar er fullt sem ekki er ennþá vitað. Engar hestaflatölur liggja fyrir. Mjög líklegt er að bíllinn verði búinn 3 lítra, tveggja túrbínu V6 vél úr Infiniti Q60 bílnum. Þannig gæti þessi bíll verið allt að 400 hestöfl. Ekki er vitað hverskonar breytingar hafa verið gerðar á undirvagni eða hversu þungur hann verður.

image

Við munum alveg örugglega fylgjast með komu þessa flotta bíls og segja ykkur frá ofangreindum atriðum.

Alltaf gaman að flottum sporturum og þessi er meira að segja með „gamaldags“ brunavél.

Hér má sjá helling af flottum myndum af gripnum

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Byggt á greina Autoblog - myndir Nissan.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is