VW e-Up aftur í sölu

    • VW ætlar að hefja sölu á e-Up rafknúna smábílnum að nýju þar sem það er eftirspurn eftir rafbílum á viðráðanlegu verði
    • VW vill bjóða lítinn rafbíl á viðráðanlegu verði til að brúa bilið þar til framleiðslugerð ID Life fer á markað

BERLIN - Volkswagen ætlar að hefja sölu á rafhlöðuknúnu útgáfunni af Up smábílnum sínum að nýju til að mæta vaxandi eftirspurn eftir ódýrum rafbílum.

En söluárangur lítilla rafbíla eins og Renault Zoe og Dacia Spring sýnir að það er eftirspurn á markaði eftir ódýrum rafbílum.

image

VW hætti að taka við pöntunum fyrir e-Up árið 2020 til að bregðast við aukinni eftirspurn.

„Við höfðum tekið e-Up tímabundið af markaði árið 2020 vegna þess að afhendingartími hafði lengst verulega vegna mikillar eftirspurnar,“ sagði VW í yfirlýsingu sem send var í tölvupósti til þýska upplýsingatæknifréttavefsins Golem.

„Nú hefur verið ákveðið að taka e-Up aftur inn í pöntunarkerfið.“

Samkvæmt skýrslu sem birt var í Automotive News Europe systurútgáfunni Automobilwoche eru fyrstu söluaðilarnir þegar að setja upp lista fyrir væntanlega kaupendur e-Up.

image

ID Life crossover-hugmyndin sýnir lítinn rafbíl sem er væntanlegur árið 2025. Hann byggir á MEB grunni VW Group.

Rafbílaleigufyrirtækið Nextmove sagði að e-Up í „Style Plus“ útgáfunni sé að fara að snúa aftur með listaverði upp á um 26.500 evrur (3,87 milljónir ISK) og drægni upp á um 250 km.

„Framleiðslan verður „epísk“ og hröð viðbrögð mikilvæg,“ skrifaði Nextmove á Twitter.

Með e-Up gæti VW brúað bilið í rafbílaframboði sínu þar til ný grunngerð bíls VW sem aðeins notar rafhlöður fer í sölu árið 2025.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is