Það er óhætt að segja að bíleigendur víða um heim séu margir hverjir duglegir að bjarga sér þegar eitthvað vantar í bílinn. Stundum er augljóst hvaða tilgangi hlutirnir þjóna en í öðrum tilvikum er það bara víðsfjarri nokkurri einustu glóru.

image

Hér er t.d. alveg augljóst hvaða tilgangi þetta þjónar. En hvort önnur leið væri fær en nákvæmlega þessi…tjah? Mér dettur eitt og annað í hug og þar þarf nú engan drullusokk!

Gervigrasfóðraður bílpallur:

image

Ef tilgangurinn var sá að láta t.d. garðverkfærum líða eins og „heima“ hjá sér þá er það alveg hugmynd en samt út í hött. Öðru máli myndi gegna um það ef á pallinum væri fótboltamaður.

Bíll í gjafapappír:

image

Það er yfirleitt erfitt að gefa bíla. Mun auðveldara er til dæmis að gefa stefnuljós eða bara blóm. En þessi sem reddaði sér þarna fær alla vega stig fyrir að leggja þetta á sig, hvernig sem hann fór að því.

Var verið að „laga“?

image

Ef þetta byrjaði sem einhvers konar ryðbætingadjobb… þá er þetta skítredding sem gekk allt allt allt of langt!

Biluð læsing: 

image

Kannski hann ætli á útihátíð í Húnaveri og sé að reyna að vera fyndinn.

Utanborðsmótor:

image

Hvernig væri að setja 75 hestafla Honda utanborðsmótor í Hondu Civic, 700 hestafla Yanmar í Daihatsu Charade eða bara hvað sem er? Greinilega skemmtilegt! Svo mikið er víst sé mið tekið af býsna kátum karlinum sem er svo lánsamur að vera farþegi í þessu frumlega farartæki.

Krókhaldari:

image

Þetta er hinn glæsilegasti „krókhaldari“ en best að festa ekkert við krókinn.

Útöndurarpípa:

image

Öndunarpípa er þetta nú varla en gæti verið púst af undarlegri gerðinni úr ótrúlegu búðinni. En þar sem þessi bíll er við pizzastað gæti þetta verið pizzaofn á hjólum. Svei mér ef þetta er þá ekki pizzaofn af gerðinni Golf Mk1.

Kubburinn mikilvægi:

image

Hvað þessi spýtukubbur á að gera veit ég ekki en varla stoppar hann ryðmyndunina.

Smart með öfugu vörubílshúss-bíslagi?

image

Nei, þarna var einhver hugsun að baki sem ekki er auðvelt að greina. Bakhús? Bíll fékk í bakið?

Tríóið:

image

Þrí„bíli“ - er það ekki skrifað svona?

Xbox-stýri:

image

Eigandi þessa bíls hefur kannski spilað þá nokkra. Þ.e. tölvuleikina.

Varadekk!

image

Snotrasti Golf Mk2 en ömurlega vond skítredding.

Bílasmíði:

image

Bílasmíði felst vanalega ekki í því að taka timbur, nagla og hamar og berja einhverju saman. En þó hefur maður séð ljótari hluti en þetta. Eins og til dæmis „bílinn“ sem er fyrir neðan þennan.

Of mikið af öllu:

image

Já, hér hefur eitthvað ruglast eða einhver ekki farið eftir uppskriftinni.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Hafa viðlíka viðundur borið fyrir augu þín? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is