Síðasta sólarhringinn hefur töluvert verið fjallað um Teslu Model Y sem gerði nú bara það sem hún átti að gera; hlýddi „kalli“ eigandans í „Summon mode“ en þannig getur eigandinn „kallað á bílinn“ til dæmis á bílastæði. Því miður var einkaþota fyrir Teslunni. Enda var þetta á flugvelli.

Sjálfri þykir mér magnað að sjá hvernig Teslan „færir“ þotuna eins og ekkert sé en þetta er ekkert fis – nei þetta er þota.

Ef rétt reynist að sjálfstýribúnaður bílsins hafi verið í „Summon mode“ þá þarf kannski að fínisera eitthvað í þeim annars snjalla búnaði. Það að bíllinn geti komið og sótt eigandann þar sem hann kemur klyfjaður út úr Kringlunni, er auðvitað snilld. En kannski og bara kannski, ætti að hugsa þetta eitthvað betur. Til dæmis út frá sjónarhorni vængjaðra farartækja...

Þessu tengt: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is