Næsta kynslóð Mercedes E-Class mun halda sig við brunavélar

Mercedes ætlar að setja á markað nýjan E-Class árið 2023 og hann mun koma með bensín, dísel og tengitvinn aflrásum

Næsti Mercedes E-Class kemur árið 2023 og á tímum raf-endurfæðingar fyrir þýska vörumerkið mun hann reyna að sanna að uppáhalds Benzar með brunavél eru enn mikilvægir.

Nýjar E-Class þróunarfrumgerðir hafa sést á þjóðvegum í Evrópu, þar sem Mercedes gírar sig til að skipta út einni vinsælustu og þekktustu gerð sinni.

Nafnið hefur verið við lýði í næstum 30 ár sem aðalfólksbíll Mercedes, og þó sala á þessum gerðum sé að minnka og færast yfir til jeppa, er þetta enn mest seldi fjögurra dyra Mercedes-bíllinn, sem stóð fyrir 16 prósentum viðskipta vörumerkisins árið 2020, með yfir 300.000 sölur. Og það á tímum mikillar óvissu á alþjóðamarkaði.

image

Þróunarbílarnir sem sést hafa í akstri voru ekki með mikið af felulitum og það er ástæða fyrir því. Útlit nýja E-Class mun ekki marka róttækt frávik frá nýjusu C-Class og S-Class vörumerkisins.

Útlitið mun verða áþekkt í þessum þremur fólksbílum vörumerkisins, en tæknin sem knýr skjáina verður mismunandi milli gerða.

C-Class og S-Class eru mismunandi hvað varðar skjástærðir sem þeir bjóða upp á og tæknina á bak við þá. Líklegt er að E-Class komi með 11,9 tommu skjá sem staðalbúnað en verður valfrjáls í C-Class, með 12,9 tommu OLED spjaldi frá S-Class.

image

Mikið af þessari nýju farrýmistækni verður gerð möguleg með því að flytjast yfir á Mercedes MRA2 grunninn; þessi arkitektúr gerir E-Class kleift að taka stórt stökk fram á við þegar kemur að rafvæðingu.

Nýr E 300 e mun sameina 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu með þessari nýju tækni, sem gerir kleift að ná meira en um 100 km drægni á rafhlöðuorku.

Hvað AMG hefur í huga fyrir nýja E-Class er enn óþekkt, þó að afkastamiklar útgáfur af næstu gerð komi stuttu eftir að kjarnabíllinn kemur á markað.

(frétt og myndir: Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is