Hispano-Suiza H6 1923

Stundum verða bílar frægir fyrir það eitt að vera í sjónvarpsþáttum. Þetta á við um 1923 Hispano-Suiza H6 sem er aðalbíllinn í þáttunum „Miss Fisher's Murder Mysteries“ sem gerðir eru í Ástralíu.

Að því að við best vitum hafa þessir þættir ekki verið sýndir enn í íslensku sjónvarpi en hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðvum um allan heim, til dæmis á Bretlandi og Norðurlöndum og eins á Netflix.

Þættirnir um „Miss Fisher's Murder Mysteries“ snúast um einkalíf og vinnu Phryne Fisher (leikin af Essie Davis), glæsilegs einkaspæjara í Melbourne í Ástralíu seint á 2. áratugnum.

image

En aftur að bílnum sem við nefndum í innganginum, 1923 Hispano-Suiza H6 hennar Phryne Fisher er fullkomin viðbót við einkaspæjarann: hann er nútímalegur, áberandi, fágaður og spennandi eins og einkaspæjarinn.

Persóna eins og ungfrú Fisher þarf algjörlega að vera með nýjasta og hraðskreiðasta lúxusbílinn og Hispano uppfyllir allar kröfur.

H6 var með gríðarstórri, 6,5L sex strokka línuvél úr áli byggðri á flugvélamótor, sem er vel við hæfi þar sem Phryne Fisher í þáttunum er líka flugmaður.

image

Lúxusbíll

Hispano-Suiza H6 er lúxusbíll sem var framleiddur af Hispano-Suiza, aðallega í Frakklandi. H6 var kynntur á bílasýningunni í París 1919 og var framleiddur til 1933.

Alls voru framleiddir um það bil 2.350 H6, H6B og H6C bílar.

H6 vélin var sex strokka línuvél sem var innblásin af vinnu hönnuðarins Marc Birkigt á flugvélamótorum. Þetta var vél úr áli sem var 6.597 rúmsentimetrar.

Burtséð frá nýja yfirliggjandi knastásnum, var hann í meginatriðum helmingur af V12 vél sem var hönnuð fyrir flugvélar.

Sjö höfuðlegu sveifarásinn var renndur úr 272 kg stálstykki til að verða öflug 16 kg eining, en vélarblokkin var með skrúfaðar stálfóðringar, og vatnsrásir voru emaleraðar til að koma í veg fyrir tæringu.

image

Einn af athyglisverðustu eiginleikum H6 voru bremsur hans. Þetta voru léttblendiskálar á öllum fjórum hjólunum með aflaðstoð, þær fyrstu í greininni.

Þegar bíllinn var að hægja á sér, bjó eigin skriðþungi bílsins til viðbótarafl fyrir átak hemlanna til að veita aukið afl.

Aðrir framleiðendur fengu síðar leyfi til að nota þessa tækni, þar á meðal keppinauturinn Rolls-Royce.

(byggt á Wikipedia og heimasíðu um þætti Miss Fisher)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is