Sébastien Loeb og Isabelle Galmiche unnu Monte-Carlo rallið og er þetta áttugasti sigur hans í WRC rallinu en fyrsti sigur hennar. Alls hefur nífaldur heimsmeistarinn, Loeb, unnið Monte-Carlo rallið átta sinnum. Það er erfitt að átta sig á öllum þessum áttum.

image

Glaðbeittir sigurvegarar uppi á þaki (bílsins). Ljósmynd/Twitter@SebastienLoeb

Hálfnafni hans og samlandi, Sébastien Ogier varð í öðru sæti ásamt aðstoðarökumanninum Benjamin Veilas. Í þriðja sæti urðu þeir Craig Breen og Paul Nagle frá Írlandi.

image

Sébastien Ogier og Benjamin Veilas. Ljósmynd@World/Red Bull Content Pool

Af  sigri Isabelle Galmiche er það að segja að hann er sögulegur því kona hefur ekki unnið í WRC frá árinu 1997 þegar Fabrizia Ponz og Piero Liatti unnu Monte-Carlo rallið á Subaru WRC.

image

Isabelle Galmiche. Ljósmynd/Jaanus Ree/Red Bull Content Pool og forsíðumyndin er líka frá Jaanus Ree/Red Bull

image

Írarnir Craig Breen og Paul Nagle urðu í þriðja sæti. Ljósmynd/Jaanus Ree/Red Bull Content Pool

Fleira er það sem fer úr þessu ralli yfir í sögubækurnar því þetta er í fyrsta sinn sem keppt er á tvinnbílum í WRC. Ford Puma Hybrid var farkostur þeirra Loebs og Breens en Ogier var á Toyota Yaris GR.

image

Ljósmynd/Jaanus Ree/Red Bull Content Pool

Nokkrar myndir fylgja hér en bætast fleiri við þegar ljósmyndarar fara að skila af sér listaverkum dagsins.

image

Sébastien Ogier og Benjamin Veillas (TOYOTA GAZOO RACING) Ljósmynd/Jaanus Ree/Red Bull Content Pool

image

Aðstæður voru margbreytilegar en þessar myndir eru teknar í gær. Ljósmynd/Jaanus Ree/Red Bull Content Pool

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is