Framleiðslu Citroen C1 hætt

Citroen tilkynnir um endalokin á vinsælu C1 gerð sinni áður en nýr Ami kemur

Við sögðum í morgun frá því að BMW sé að hætta með litla rafbílinn  i3 og núna er röðin komin að því að greina frá því að Citroen C1 hættir.

Samkvæmt Citroen seldi C1 meira en 1,2 milljónir bíla í framleiðsluferli sem náði frá árinu 2005 til 2022. Bíllinn kom fram í tveimur kynslóðum og báðar voru smíðaðar í Tékklandi á sömu framleiðslulínu og Peugeot 108 og Toyota Aygo systurbílar C1.

Toyota hefur síðan tekið yfir Kolin verksmiðjuna þar sem PSA-Toyota samreksturinn smíðaði þetta „borgarbílatríó“ og hefur opinberað arftaka sinn á Aygo: Sportjepplinginn (Crossover) Aygo X.

image

Ami kemur ekki beint í staðinn fyrir C1, því Ami er mun minni, 2,41 metri að lengd og er aðeins með sæti fyrir tvo. 5,5kWh rafhlaða skilar drægni upp á 90 km - með fullri hleðslu sem tekur um þrjár klukkustundir, en hámarkshraði er um 45 km/klst.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is