Bíll dagsins: Ford Bronco árgerð 1974

    • Ford Bronco árgerð 1974
    • Ranger Pakki frá verksmiðju
    • Orange „Y“ code litur
    • Ginger Ranger sæti frá verksmiðju
    • 302-2V vél með sjálfskiptingu
    • Vökvastýri

Vinsæll bíll

Ford Bronco var kynntur árið 1966 og breyttist lítið í gegnum árin enda var bíllinn framúrskarandi vinsæll og þótti vel heppnaður í alla staði.

Grjótharður nagli, hagnýtur og einfaldur þjónaði Bronco ákveðnum tilgangi sem jeppi og hann gerði það líka ansi vel.

Orðspor Bronco reis hratt og hátt og varð jeppinn fljótlega einn helsti keppinautur Jeep. Fyrsta kynslóð þessa knáa jeppa þróaði með sér trygga áðdáendur sem gerði kleift að hafa bílinn í framleiðslu allt til ársins 1977.

Eintak í sérflokki

Eintakið sem hér sést var til sölu hjá LMC (Legendary Motor Company) í Kanada fyrir skemmstu. Ég varð aðeins of seinn. Þessi jeppi var smíðaður þann 28. September 1973 og var afhentur nýr fyrsta eiganda sínum hjá Matthews Motors Inc. í Ashwille í Norður-Karólínu.

Bíllinn kom með þessum fallega Orange Y lit og Ginger Ranger sætum. Það gefur bílnum óneitanlega skemmtilega litasamsetningu.

Í vélarsalnum er 302-2V, V8 vél með sjálfskiptingu og 3.50 standard afturöxli.

Kagginn í myndum

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image

Heimild: LMC - Legendary Motors

[Greinin er frá maí 2021]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is