„Fimm átta átta fimm fimm tveir tveir,“ er einhver ótrúlegasta markaðssetning á nokkru fyrirbæri sem ég veit um. Í fyrsta lagi fengu landsmenn „rappið“ á heilann og í öðru lagi er Hreyfill eina leigubílastöðin sem fjölmargir vita símanúmerið hjá. Flosi heitinn Ólafsson var engum líkur.

Ekki veit ég hver fékk þá stórgóðu hugmynd að fá sjálfan Flosa Ólafsson í auglýsingu Hreyfils árið 1995, en sá sem fékk þá hugmynd hefur vonandi fengið klapp á bakið fyrir þessa snilld.

Tilefnið var breyting á símanúmerakerfinu. Svæðisnúmerin tilheyrðu fortíðinni þegar sjö stafa símanúmer voru tekin í notkun í júní 1995 og þá kom þessi magnaða auglýsing!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is