Það að taka af stað í bakkgír í kvartmílukeppni, hlýtur að vera eitthvert mesta axarskaft sem til er við þær aðstæður. Sérstaklega ef það eru áhorfendur og flestir með síma á lofti… Fyrir nokkrum vikum byrjaði ökumaður Tesla Model S Plaid á því að fara aftur á bak EN…

Ætli þetta sé ekki eins og að „fara öfugt fram úr“ að morgni en komast í gott skap þrátt fyrir það?

Þessi tiltekna Tesla var að keppa við Chevrolet 2600 HD Diesel hlunk þegar þetta gerðist; að ökumaðurinn fór aftur á bak en hinn fór auðvitað af fullum krafti áfram og varð örugglega ekki lítið hissa þegar Tesla kom á roknastími og vann hann. 


Náskyldar greinar eftir sama höfund:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is