Rolls-Royce ætlar í rafmagnið á þessum áratug

image

Rafbíll gæti komið í stað Wraith coupe og Dawn blæjubílsins (á myndinni), en báðir eru að ljúka líftíma sínum.

LONDON - Rolls-Royce er að þróa sjálfstæðan rafbíl til að undirbúa það að eiga bíl þegar lokun nokkurra miðbæja fyrir bílum með brennsluvélum kemur til framkvæmda.

Að minnsta kosti 20 stórborgir á heimsvísu hafa sagst ætla að banna dísil- eða bensínknúna bíla frá miðbæjarkjörnum sínum fyrir árið 2030.

Rolls-Royce mun bjóða fyrsta fulla rafknúna Rolls-Royce „innan þessa áratugar,“ sagði Torsten Müller-Ötvös forstjóri við Automotive News Europe í símaviðtali.

Rolls-Royce einbeitir sér að rafknúnum bílum og mun ekki selja tengitvinnbíla, sagði hann.

Viðskiptavinir Roll-Royce vilja rafmagn, sem „passar fullkomlega“ við vörumerkið, sagði Müller-Ötvös. „Það er hljóðlaust og með nægt tog og það er ástæðan fyrir því að fara beint úr brennslu í rafvæðingu“, sagði hann.

Fyrsti bíll Rolls-Royce er nú í þróun og verður byggður á sama álrýmisgrunni og núverandi lína bílaframleiðandans.

Rafbíll gæti komið í stað Wraith coupe og Dawn blæjubílsins, sem báðir eru að ljúka líftíma sínum, yfirmenn Rolls-Royce gáfu þetta í skyn við nýlegan viðburð frumsýningar á nýja Ghost fólksbílnum. Rolls-Royce staðfesti það ekki opinberlega.

„Það er engin eftirspurn frá viðskiptavinum en við þurfum að vera í aðstöðu til að selja þeim bíl ef löggjöf bannar þeim að aka bíl með brennsluvél inn í miðbæ borgarinnar“, sagði talsmaðurinn.

Rolls-Royce sýndi rafútgáfu af fyrri Phantom fólksbílnum, sem kallast 102EX, á bílasýningunni í Genf 2011. Þróunarvinna við rafbíl hefur þó legið niðri síðan, meðal annars vegna takmarkana tækninnar.

102EX var eitt fyrsti rafmagnshugmyndabíllinn sem var með þráðlausa spanhleðslu en Rolls-Royce hefur síðan orðið frekar afhuga hugmyndinni og vitnað til óhagkvæmni hennar og hugsanlegrar hættu.

Þess í stað vinnur vörumerkið með öðru fyrirtæki við að útbúa handlegg á þjarka (róbot) sem getur hlaðið bílinn sjálfkrafa.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is