Mitsubishi snýr við áætlun um að hætta á Evrópumarkaði

    • Renault mun smíða nýjar gerðir fyrir Mitsubishi í Evrópu
    • Mitsubishi snýr við áætlun um að hætta á Evrópumarkaði með tveimur nýjum ökutækjum sem koma árið 2023

Við höfum áður fjallað um fréttir af því að Mitsubishi hafi ráðgert að hætta, eða að minnstakosti að draga úr framboði sínu í Evrópu. Nú hefur fréttastofa Reuters flutt fréttir af því að Renault Group mun smíða tvær nýjar „systurgerðir“ fyrir bandalagsfyrirtækið Mitsubishi Motors frá og með 2023, þar sem japanski bílaframleiðandinn snýr við ákvörðun um að hætta starfsemi í Evrópu.

Þessir nýju bílar verða seldir á „völdum helstu mörkuðum í Evrópu,“ sagði bílaframleiðandinn. Bretland mun ekki vera einn af þessum mörkuðum, að því er talsmaður Mitsubishi þar sagði.

Ökutækin verða útgáfur af „metsölubílum á evrópska markaðnum sem uppfylla nú þegar reglur varðandi kröfur,“ segir í tilkynningunni. Tvær söluhæstu gerðum Renault í Evrópu eru Clio litli hlaðbakurinn og Captur litli krossbíllinn sem báðir voru endurnýjaðir á nýjum grunni á undanförnum 18 mánuðum.

image

Mitsubishi Outlander meðalstór sportjeppi, seldur sem tengitvinnbíll (PHEV), er ein af þremur gerðum sem vörumerkið selur nú í Evrópu, og hefur átt mikilli velgengni að fagna hér á landi.

Ekki nýjar gerðir frá Mitusbishi fyrir Evrópu

Takao Kato, forstjóri Mitsubishi Motors, sagði að ákvörðunin um að fá gerðir frá Renault væri tækifæri til að vinna nýja kaupendur að vörumerkinu en að Mitsubishi myndi ekki þróa nýjar gerðir frá grunni fyrir Evrópu.

Ákvörðun Renault um smíði Mitsubishi módelanna staðfestir fréttir sem komu fram fyrr á þessu ári um að Renault gæti orðið framleiðsluaðili fyrir japanska bílaframleiðandann.

Framboð Mitsubishi í Evrópu samanstendur nú af Mirage / Space Star smábílnum, miðlungs Outlander tengitvinnbíl sportjeppa og Eclipse Cross minni sportjeppanum sem kom í sölu árið 2017. Tengittvinnútgáfa af Eclipse Cross var nýlega kynnt.

Bætir nýtinguna hjá Renault

Ákvörðunin gæti einnig hjálpað nýjum forstjóra Renault, Luca de Meo, að auka nýtingarhlutfall í verksmiðjum Renault, í Frakklandi og víðar. Bílaframleiðandinn setti fram áætlun um niðurskurð á síðasta ári til að spara meira en 2 milljarða evra og fækka um 14.000 störfum, þar af meira en 4.000 í Frakklandi.

Renault hefur þegar tilkynnt að Flins verksmiðjunni utan Parísar verði breytt úr framleiðslu ökutækja í endurvinnslu og aðra „slíka starfsemi“.

Bæði Clio og Captur eru framleiddir utan Frakklands. Heimildarmaður sem kannaðist við málið sagði fyrir tilkynninguna að viðræður við Mitsubishi snerust ekki um franskar verksmiðjur.

Sala Mitsubishi í Evrópu, þar með talin Bretland og ríki utan ESB, dróst saman um 30 prósent í fyrra og var 103.411 en var 148.248, samkvæmt viðskiptasamtökum ACEA.

Mest selda vörumerkið er Mirage / Space Star smábíllinn sem seldist í 35.669 eintökum árið 2020 samanborið við 38.906 árið 2019. Salan á Outlander var 33.664 í fyrra samanborið við 47.303 árið 2019 og Eclipse Cross salan var 13.744 samanborið við 26.914 árið 2019 .

(Reuters og Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is