Eins og það sé ekki nógu erfitt að sjá út fyrir spoilernum þarna að framan (er sko bæði með að framan og aftan) heldur kviknar líka í og þá sést nú bara ekki neitt!

image

Ökumaðurinn slapp ómeiddur en þetta má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Skjáskot/YouTube

Leyfið mér að kynna mann sem ég þekki ekki neitt: Chris Rado. Hann er maður margra „spoilera“ (jú, ég veit að íslenska kvenkynsnafnorðið vindskeið er til en í dag má ég nota orðið spoiler) og virðist honum líða best mitt á milli tveggja slíkra: Einn að framan og annar að aftan.

image

Chris Rado hefur lítið verið í sviðsljósinu síðastliðinn áratug eða svo. Nú er hann meira í andlega ljósinu. Skjáskot/YouTube

Chris þessi Rado hefur sett ýmis met og slegið önnur á sínum 1200 - 1400 hestafla Scion en eitthvað virðist hann sjá og skilja sem mögum öðrum er hulið. Honum hefur í það minnsta tekist ýmislegt sem öðrum hefur ekki tekist. Og það á sínum framhjóladrifnu furðubílum.

Yfir á andlegu hliðina

Hann er fæddur árið 1975 í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og er atvinnukappakstursnáungi. Eða var. Hann var afar virkur á árunum 1999-2012 og um afrek hans má m.a. lesa hér.

Eitthvað virðist hann hafa velt sér yfir á andlegu hliðina í lífinu og kannski var hraðinn á þeirri hlið slíkur að hann þurfti ekki lengur á bílnum með spoilerana að halda.

Í það minnsta þá er lítið af ökumanninum sjálfum að frétta hvað akstursíþróttirnar varðar og ofurbíllinn hans var til sölu í lok árs 2018 eins og lesa má um hér. En hver veit nema óvæntar upplýsingar komi fram í næstu grein um manninn sem áður var kenndur við spoilera...

Tengt efni: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is