Byggir BYD eigin verksmiðju í Evrópu?

BYD sagðist hafa meiri áhuga á að byggja eigin verksmiðjur frekar en að eignast verksmiðjur annarra fyrirtækja, þar á meðal Ford, þegar BYD hyggur á aukningu í Evrópu.

Samkvæmt frétt Bloomberg er kínverski bílaframleiðandinn BYD að kanna að setja upp sína eigin verksmiðju í Evrópu, sagði aðalstjórnandi fyrirtækisins, sem bendir til þess að kínverski bílaframleiðandinn sé líklegri til að byggja sína eigin verksmiðju en að taka yfir eina af verksmiðjum Ford í Þýskalandi.

image

Tang jepplingurinn er ein af rafknúnum gerðum sem BYD er að koma á markað í Evrópu.

„Við erum að gera hagkvæmnirannsóknir til að sjá áætlanir okkar fyrir framtíðina,“ sagði Li. „Eins og ef við setjum upp aðstöðu okkar á því svæði, hver er besta lausnin þarna úti?

Þó að það séu „engin marklönd til að byggja upp aðstöðu ennþá,“ vill BYD hafa traust net sölu- og umboðsaðila í Evrópu, ásamt þjónustumiðstöðvum, til að tryggja traust neytenda á vörumerkinu, sagði Li.

Ford hefur átt í viðræðum við um 15 mögulega fjárfesta í verksmiðju sinni í Saarlouis í Þýskalandi, þar á meðal BYD, hafa þeir sem þekkja til málsins sagt.

image

BYD Han, Tang og ATT03 eru bílarnir þrír sem fyrirtækið hyggst sækja fram með í Evrópu á næstunni, eins og við höfuð áður fjallað um hér á vef Bílabloggs.

Eftir góðan árangur heima við að selja rafbíla á viðráðanlegu verði til fjöldans, leitar BYD út fyrir Kína. Það hefur þegar tilkynnt áform um að selja ökutæki sín um alla Evrópu, þar á meðal í Þýskalandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Frakklandi og Bretlandi.

image

BYD seldi 1,86 milljónir raf- og tvinnbíla á síðasta ári

BYD, sem hefur aðsetur í Shenzhen, sem seldi 1,86 milljónir hreinna raf- og tvinnbíla á síðasta ári, aðallega í Kína, einbeitir sér aðallega að Asíu, Evrópu og Suður-Ameríku í stefnu sinni að verða ráðandi á einkabílamarkaði.

(frétt á vef Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is