Með forvitnilegri bílalestum veraldar er án efa sú sem fylgir forseta Bandaríkjanna. Í henni eru yfir 50 bílar og um 100 manns. Hlutverk strollunnar er eitt og það er að halda forsetanum á lífi. Hljómar eins og einföld starfslýsing, eða hvað?

Aðalapparatið í strollunni er að sjálfsögðu bíll forsetans sem hefur það skemmtilega nafn „Skepnan“. Ó! Þá á ég auðvitað við að það sé nafnið á bílnum en ekki forsetanum!

„The Beast“ er eiginlega ekki bíll heldur skriðdreki sem lítur út eins og bíll. Mengar djöfullega og er þyngri en nautabú. Nánar er fjallað um Skepnuna, þ.e. bílinn, í greinum sem vísað er á hér neðst. En forsetabíllinn er „ögn“ í andstöðu við stefnuna sem forsetinn boðar nú: Vænt, grænt og hreint.

Meira um bílana og forsetann vestra:  

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is