Hann kallar sig Professor Pardal á YouTube. Það er skemmtilegur húmor, því Georg gírlausi heitir nefnilega Professor Pardal á portúgölsku og spænsku. Gyro Gearloose heitir þetta sköpunarverk Carls Barks á ensku.

image

Georg gírlausi „að störfum“. Carl Barks kynnti þennan karakter árið 1952.

Hinn brasilíski uppfinningamaður sem hér um ræðir hefur að undanförnu verið að græja gufuvél og hefur gert ýmsar tilraunir með hana. Það er áhugavert að fylgjast með þessu hjá honum og hér er sýnishorn af framvindu fortíðarinnar í nútímanum:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is