Skoda að markaðssetja nýjan sportjeppa sem aðeins notar rafmagn

    • Kemur á markað í byrjun árs 2021
    • Munu verða með tíu tengitvinn- eð rafbíla í árslok 2022

image

Myndir af frumgerð Enyaq (mynd) sýna að bíllinn er með hefðbundnari yfirbyggingu en iV Vision coupe jeppinn.

Skoda mun hefja framleiðslu á nýjum sportjeppa sem aðeins notar rafmagn, Enyaq iV, í verksmiðju sinni í Mlada Bolesav í Tékklandi síðar á þessu ári, á undan markaðssetningu í byrjun árs 2021.

Grunngerð '50' Enyaq gerðar er með venjulegt afturhjóladrif og 55 kílóvattstunda rafhlöðupakka fyrir áætlað aksturssvið sem nemur um 340 km mælt með WLTP mæliaðferðinni, sagði fyrirtækið.

Miðgerðin - '60' gerðin er með 62 kWh rafhlöðu með áætlað aksturssvið sem nemur um 390 km, en topp-gerðin - '80' er með 82 kWh rafhlöðu með áætlað aksturssvið sem nemur um 500 km á afturhjóladrifi og 460 km með aldrifi

Einnig aflmiklar gerðir

Með mestu afköstin eru fjórhjóladrifinn 80X og vRS, sem eru með 261 hestöfl og 302 hestöfl í sömu röð. vRS mun ná 100 km/klst úr kyrrstöðu á 6,2 sekúndum, sagði Skoda.

Rafmagns drifið á framásnum er aðlagað til að takast á við skammtímahleðslur auk þess að veita aldrif og aukið afl, sagði hópur verkfræðinga VW í kynningu.

MEB grunnurinn gerði kleift að velja rafhlöðustærðir og mismunandi afl, sagði yfirmaður tækniþróunar Skoda, Christian Strube.

Hönnun MEB grunnsins gerði Skoda kleift að búa til bíl sem er rúmgóður þrátt fyrir að vera ekki of stór, að sögn vörumerkisins. Engar stærðir voru gefnar nema farangursrýmið, sem mælist 585 lítrar.

Búnaðurinn á bílnum er með 13 tommu miðlægum snertiskjá og möguleika á viðbótarskjá í sjónlínu sem er hannaður til að veita ökumanni frekari upplýsingar án þess að þurfa að taka augun af veginum.

Hleðslu Enyaq er náð á hámarkshraða með 125kw, sem þýðir að það mun taka 40 mínútur að endurnýja grunnrafhlöðuna í 80 prósent af fullum afköstum.

Mun kosta svipað og Kodiaq og Superb

Ekkert verð hefur verið gefið fyrir Enyaq en Skoda hefur áður sagt að bíllinn muni kosta svipað og Kodiaq eða Superb gerðirnar. Á Evrópumarkaði er meðalverð Kodiaq jeppa um 40.000 til 45.000 evrur (6,3 til 7,2 millj. ISK). Fyrir Superb er það um 40.000 evrur.

Skoda segir að það verði 10 full rafknúnar eða tengitvinngerðir til sölu um heim allan í lok árs 2022.

Skoda gerir ráð fyrir að rafknúin ökutæki og tengtvinnbílar (hybrid) muni nema 25 prósent af sölu bifreiða sinna árið 2025.

Skoda er einnig að senda frá sér ýmsar tengitvinngerður bíla, byrja á Superb og halda áfram á þessu ári með nýja Octavia.

Nafnið Enyaq er írska nafnið Enya með stafinn Q sem er að finna í enda á nafni hvers nýju Skoda sportjeppanna. E er einnig tilvísun í rafmagnsgetu, að sögn fyrirtækisins.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is