Jeep sýnir fyrsta hreina rafjeppann

Kemur á næsta ári – 2023

Jeep hefur stigið sín fyrstu skref í átt að alrafmagni í framtíðinni með því að afhjúpa hönnun á fyrstu gerð jeppa sem er að fullu rafknúinn, sem kemur á markað í Evrópu á fyrri hluta ársins 2023.

image

Kemur fyrri hluta næsta árs

„Þessi nýja gerð mun koma á markað á fyrri hluta næsta árs og er sú fyrsta af alhliða rafknúnum Jeep sem mun ná yfir alla flokka jeppa árið 2025,“ bætti hann við.

Þegar Allen var spurður hvort uppsetning Jeep gæti náð lengra en Wagoneer efst og Renegade neðst, sagði Allen: „Algjörlega - við erum að horfa lengra en þessi verkefni.

„Renegade er í B-stærðarflokki svo augljóslega er pláss fyrir neðan hann og það er eitthvað sem við erum að skoða. En við erum líklega ekki að horfa á eitthvað stærra en Wagoneer!

image

Aðrar gerðir til viðbótar?

Allen gaf einnig í skyn að verið væri að skoða aðrar nýjar jeppagerðir til viðbótar minni gerðinni. „Það eru nokkrir aðrir kostir sem við erum að skoða,“ sagði hann. „En ég verð að benda á að fyrir örfáum árum vorum við með þrjá bíla og við erum komin í þessa línu sem við höfum núna - við höfum verið mjög upptekin og það hefur í raun verið ýtt undir eftirspurn á markaði og um allan heim.

„Það hefur verið gríðarlegur vöxtur í vörumerkinu á stuttum tíma.

Rafmagns jepplingurinn gæti verið að nota Stellantis e-CMP grunninn – eins og hann er notaður í bílum af svipaðri stærð eins og Peugeot 208/e-208 og 2008/e-2008, og Corsa og Corsa e gerðum Opel/Vauxhall. En það er ólíklegt að þessi grunnur gæti hýst fjórhjóladrif. Það er forsenda fyrir hvaða jeppa sem er, en ef til vill gæti rafvæðing breytt breytt því sem lengi hefur lifað. Sem „fjölafls“ grunnur, myndi notkun e-CMP fyrir nýju gerðina gefa til kynna að bensínútgáfur gætu verið framleiddar líka - en ekki er enn vitað hvort það sé fyrirhugað.

Ný raftækni?

Með kynningu á næsta ári er of snemmt að gefa til kynna að nýja gerðin muni nýta nýja raftækni Stellantis, sem kynnt var á EV degi fyrirtækisins árið 2021. Alrafmagnaði STLA Small grunnurinn er ekki væntanlegur fyrr en 2026 en gæti vel rúmað fjórhjóladrif með rafmótorum á báðum öxlum. Með rafhlöður á bilinu 37kWh, stefnir Stellantis einnig á allt að 480 km drægni frá nýjum gerðum sínum - um 160 km meira en er í boði fyrir bíla á núverandi e-CMP grunni.

Vetnisorka líka?

Þrátt fyrir að Jeep sé staðráðinn í rafvæðingu, viðurkenndi Meunier að Jeep væri líka að skoða vetnisorku. „Þetta er mjög spennandi,“ sagði hann. „Við höfum nokkrar hugmyndir um hvað við getum gert varðandi hana.

(frétt á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is