Það er óhætt að segja að maðurinn að baki Tesla-veldinu, Elon Musk, komi sífellt á óvart. Hvort hann var að grínast eður ei þegar hann skrifaði að brátt yrði hægt að láta hávært „frethljóð“ óma í utanáliggjandi hátalara bílsins.

image

Elon Musk í stuði. Rafmagnaður náungi, ef svo má segja! Mynd/Twitter

Model S, Model 3, Model X, og Model Y sem voru framleidd í eftir miðjan desember 2020 eru með slíkan hátalara og geta eigendur til dæmis valið hvernig flauta bílsins hljómar. Reyndar virkar sú aðeins þegar bíllinn er kyrrstæður en á ferð er það hið hefðbundna flautu-píp sem er virkt.

„Prumpuhúmorinn“ er margra

Fyrir nokkrum klukkutímum skrifaði Elon Musk eftirfarandi á Twitter:

image

Skjáskotin eru öll af Twittersíðu Elon Musk/Twitter@elonmusk

Viðbrögðin létu ekki á sér standa frekar en fyrri daginn en Musk er með 76 milljónir fylgjenda á Twitter. Kátína og almennur fíflagangur var einkennandi í mörgum athugasemdanna við færsluna en ljóst er að klósettbrandarar, prumpuhúmor og búkhljóð vekja gleði hjá fólki á ýmsum aldri.

image
image
image

Sumir aðdáendur forstjóra Tesla sögðu að nú „elskuðu“ þeir Musk enn heitar en áður. Já, óvenjuleg leið að hjarta aðdáenda, svo ekki sé meira sagt.

image
image
image

Og vitleysan heldur áfram: 

image
image

Fleira um aukahluti og hugbúnað Tesla: 

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is