Innrás í Úkraínu torveldar framleiðslu á rafleiðslum fyrir bílaframleiðendur

60.000 Úkraínumenn starfa við bílaiðnað; tafir á afhendingu íhluta hefur þegar stöðvað framleiðslu hjá Porsche

Samkvæmt fréttum frá Reuters eiga bílaframleiðendur, þar á meðal Volkswagen, BMW og Porsche, í erfiðleikum með að fá mikilvæga íhluti til bílaframleiðslu. Rafleiðslur eru það sem sárast vantar en birgjum í vesturhluta Úkraínu hefur verið lokað vegna innrásar Rússa.

Röskun á framleiðslu íhluta sem þarf til að leggja heilu kílómetrana af leiðslum í ökutæki, hefur haft áhrif á birgja eins og Leoni, Fujikura og Nexans, og þar með haft áhrif á helstu bílaframleiðendur.

Vandræði vegna afhendinga hafa þegar komið upp á sumum samsetningarverksmiðjum bílaframleiðandans Volkwagen, en Porsche hefur stöðvað framleiðslu í verksmiðju sinni í Leipzig.

image

„Vegna flöskuhálsa í framboði munu truflanir verða á framleiðslu okkar,“ sagði BMW í yfirlýsingu. „Við eigum nú í miklum viðræðum við birgja okkar.“

Leiðsluíhlutir eru mikilvægir hlutar sem tengja allt að 5 kílómetra af leiðslum í venjulegan bíl. Ökutæki verða ekki smíðuð án þeirra, enda er framleiðslan fyrir hverja bíltegund einstök.

Mikilvæg framleiðsla í Úkraínu

Samkvæmt greiningu á Comtrade gögnum árið 2020 af ráðgjafafyrirtækinu AlixPartners, voru lagnaleiðslur mikilvægasti bílaíhlutur Úkraínu sem fluttur var út til Evrópusambandsins og nam tæplega 7% af öllum innflutningi þessarar vöru.

Þessar verksmiðjur eru nálægt bílaverksmiðjum í Þýskalandi og lággjaldaframleiðslumiðstöðvum sem einkum þýskir bílaframleiðendur hafa byggt í Mið-Evrópu.

„Í tilfellum eins og þessum þar sem vandamálið er ekki líklegt til að hverfa fljótt, munu bílaframleiðendur þurfa að leita annarra lausna til skamms og meðallangs tíma,“ sagði Sam Fiorani, varaforseti AutoForecast Solutions.

Gæti tekið marga mánuði að leysa vandann

Það gæti tekið marga mánuði fyrir birgja að auka afkastagetu á öðrum stöðum - sem kallar á verksmiðjupláss, vélar, verkfæri, starfsmenn og fjármögnun.

Þessu tengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is