Nú er hann aftur falur, bíllinn sem Michael Schumacher keppti á 1998 í Formúlu 1. Við greindum frá því að bíllinn væri til sölu í byrjun mars síðastliðnum og hér er hann á uppboði fyrir öllu hærri upphæð. Uppboðið stendur frá deginum í dag, 18. ágúst og því lýkur þann 20. ágúst.

image

Ætli bíllinn myndi kosta meira ef Schumacher hefði unnið titilinn á honum? Tjah, það er nú það. En hvað eru milljónir til eða frá þegar um slíkan grip er að ræða? Hann er nefnilega metinn á 6 til 8 milljónir. Dollara sko! 850 milljónir íslenskra króna upp í rúman milljarð og öll þessi núll rugla fólk af málabraut hreinlega. Í það minnsta ruglast ég.

Verðmiðinn var 4.9 milljónir dollara í mars síðastliðnum en það var þá.

image

Ferrari F300 heitir hann og er frá árinu 1998.

Árið 1998 kepptu Schumacher og Mika Häkkinen um titilinn. Í lokakeppninni á Suzuka brautinni í Japan ræsti Schumacher fremstur en hann drap á bílnum fyrir upphitunarhringinn og varð því að ræsa fyrir aftan alla.

image

En Schumacher er ótrúlegur ökumaður; hann stormaði gegn um þvöguna og var kominn í þriðja sætið þegar hann ók yfir rusl á brautinni og skemmdi dekk.

image

Þremur hringjum síðar sprakk dekkið og titillinn féll í hlut Häkkinens. Við skulum gera ráð fyrir að búið sé að laga bilunina sem orsakaði að hann drap á bílnum fyrir keppnina.

image

En bíllinn er alla vega til sölu hér.

image

Ég fór aðeins að reikna hvernig best væri að gera þetta; það er að segja hvernig best væri að borga bílinn. Segjum til dæmis að manni bjóðist að dreifa greiðslum á 12 mánuði og gefum okkur að engir vextir eða aukakostnaður fylgi. Þá eru þetta rúmlega 70 milljónir á mánuði.

Það hljómar strax mun betur en að reiða fram 850 milljónir á einu bretti. Svo ekki sé talað um rúman milljarð...

image

Fleira þessu tengt:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is