Þúsundir lítra af klístruðum kóladrykkjum geta heldur betur gert hraðbrautina varasama. Það fengu ökumenn að finna þegar „sturtað“ var úr Coca Cola-bíl á hraðbraut skammt frá Pomona í Kaliforníu fyrir fáeinum dögum.

image

„Sullumbull og bullumsull“ sagði í einhverju laginu. Hér var alla vega mikið klístur. Myndir/Pepe

Þetta er að sjálfsögðu ekki leiðin til að hella gosi enda kom það ekki til af góðu að tugþúndir lítra af Coca Cola, Doctor Pepper, Fanta og fleira klístri færu út um allt. Að sögn sjónarvotta ók fólksbíll í veg fyrir flutningabílinn sem endaði með því að sá síðarnefndi valt og gosdrykkir dreifðust nokkuð víða.

image
image

Bílstjórinn slapp ótrúlega vel og er með nokkra marbletti – annað amaði víst ekki að honum. Maðurinn sem minnst var á hér í morgun, Josh hjá dráttarbílaþjónustu Pepes, var kallaður á staðinn og í fyrradag sagði hann á Facebook að þetta hefði verið æðislega skemmtilegt útkall (var auðvitað ánægður að enginn skyldi slasast) en verst þótti honum að sjá allt þetta Cherry-Cola fara til spillis…

image

Hér eru myndir frá dráttarbílaþjónustu Pepes en fjallað var um stóra kólamálið í fréttum í Kaliforníu og hér má sjá eina fréttina af klístruðum vettvangi:

Þessu tengt:

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is