1969 Pontiac Trans Am

Einn af örfáum Cameo hvítur með Parchment leðri

Talinn vera 1 af aðeins 14 með Parchment leðurinnréttingu

Upprunaleg 400/335 HP Ram Air III vél

Turbo 400 sjálfskipting

Vökvastýri og vökvabremsur

Þetta eintak náði 1. sæti í Trans Am National

Flestir áhugamenn amerískra sportbíla vita að Pontiac Trans Am er nefndur eftir svokallaðri Tans-Am kappaksturskeppni. Keppnin var sett á laggirnar 1966 og upphaflega hugsuð sem vettvangur spyrnukeppna fyrir ameríska sportbíla.

image

Það var síðan vorið 1969 sem Trans Am kom á fyrst á markað og var þá aðeins í boði hvítur með bláum röndum.

Með því átti að undirstrika að bíllinn væri „ekta“ amerískur spyrnukaggi. Í rauninni var þetta bara hágæða útgáfa af Pontiac Firebird 400 gerðinni. Þessa ´69 árgerð voru kaupendur að fá fyrir um 3.500 dollara eða um 460 þús. kall á þeim tíma. Það voru síðan verkföll, og það hve seint á árinu bíllinn var kynntur sem leiddi til þess að aðeins 697 eintök voru framleidd fyrsta árið.

image

Þessi bíll var afhentur nýr þann 19. nóvember 1969 í Kissimmee, Flórída. Þetta er sérlega sjaldgæft eintak af 1969 árgerðinni og bíllinn talinn vera einn af aðeins 14 sem framleiddir voru með Parchment leðurinnréttingu.

image

Undir vélarhlífinni er upphafleg Ram Air III 400/335 vél með Turbó 400 sjálfskiptingu.

image

Það var svo nokkrum árum síðar sem Pontiac Trans Am sló svo sannarlega í gegn í myndinni Smokey and the Bandit sem kom út árið 1977 og er ein vinsælasta mynd sinnar tegundar frá upphafi. Bíllinn í myndinni var búinn 6,6 lítra vél sem gaf um 200 hestöfl. Alls voru fjögur eintök notuð í myndinni.

image

Bíllinn er til sölu en verð er aðeins gefið upp í gegnum tölvupóst.

image
image
image
image
image
image
image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is